Leiðtogar heims heita 1.300 milljörðum til lausnar flóttamannavandans Heimir Már Pétursson skrifar 4. febrúar 2016 21:33 David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er einn þeirra þjóðarleiðtoga hét því að heita fé til að mæta flóttamannavandanum. Vísir/EPA Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól. Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Leiðtogar heims hétu því í dag á alþjóðlegri ráðstefnu um flóttamannastrauminn frá Sýrlandi, að setja tíu milljarða dollara í verkefni til að mæta vandanum, þar af sex milljarða á þessu ári. Forsætisráðherra segir framlög Íslendinga vel samanburðarhæf við framlög annarra ríkja. Stjórnvöld í Bretlandi, Þýskalandi, Kuveit og Noregi ásamt Sameinuðu þjóðunum, stóðu fyrir alþjóðlegum leiðtogafundi í Lundúnum í dag til að virkja þjóðir heims í stuðningi við gífurlegan fjölda flóttamanna frá Sýrlandi. Sameinuðu þjóðirnar telja þörf á um 10 milljörðum dollara, eða sem svarar til 1.300 milljörðum króna til að standa undir vernd almennra borgara innan Sýrlands, móttöku þeirra í flóttamannabúðum og til stuðnings við þau ríki sem taka á móti flóttamönnunum. Ahmet Davutoglu forsætisráðherra Tyrklands segir tíu þúsund manns bíða þessa stundina eftir inngöngu í Kilis flóttamannabúðirnar við landamæri Sýrlands og Tyrklands vegna nýlegra loftárása á borgina Aleppo. „Sextíu til sjötíu þúsund manns í flóttamannabúðum norður af Aleppo stefna í átt til Tyrklands. Hugur minn er ekki í Lundúnum þessa stundina heldur við landamærin og við það hvernig eigi að færa allt þetta fólk frá Sýrlandi úr stað. Þrjú hundruð þúsund íbúar í Aleppo eru nú tilbúin til að halda af stað til Tyrklands,“ sagði Davutoglu. Leiðtogunum tókst á fundinum í dag að fá loforð þjóða fyrir 11 milljörðum dollara til að standa undir kostnaði við ýmis verkefni sem tengjast flóttamönnunum. Mótmælendur fyrir utan fundarstaðinn voru þó ekki bjartsýnir á að þetta breytti miklu. Abdulaziz Al-Mashi einn sýrlensku mótmælendanna segir að fundur sem þessi hafi verið haldinn í Kúveit fyrir ári og aðeins helmingur framlaga skilað sér. Þetta snúist allt um tölur. „Meira að segja þegar kemur að lífi flóttafólks eru þetta bara tölur í huga fólks. Yfir 250 þúsund manns hafa verið drepin. Við erum að tala um 4,6 milljónir flóttamanna en það er enginn að gera neitt til að binda enda á átökin,“ segir Al-Mashi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat leiðtogafundinn í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld setja einn milljarð króna í flóttamannavandann sem sé sambærilegt við framlög annarra ríkja. Skilningur sé á að aðstoða þurfi nágrannaríki Sýrlands að standa undir álaginu. „Og eflaust hjálpar það mönnum að átta sig á þessu að þeir sjá að annars muni straumurinn til Evrópu ekkert minnka. Þá muni fleira og fleira fólk leggja sig í lífshættu við að koma til Evrópu og það felur auðvitað í sér mikinn kostnað að hálfu þessara landa að bregðast við því,“ segir Sigmundur Davíð. Jafnvel meiri kostnað en að aðstoða flóttafólkið þar sem það er og veita börnum þess menntun, heilbrigðisþjónustu og skjól.
Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira