Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins í handbolti, fær forskot fyrir liðið sitt í forkeppni Ólympíuleikanna í apríl.
Danir verða á heimavelli í sínum riðli og munu leikirnir fara fram í Jyske Bank Boxen í Herning. Alþjóðahandboltasambandið hefur staðfest hvaða þrjár þjóðir fá að vera á heimavelli.
Danir mæta Króötum, Norðmönnum og Barein í riðlinum sínum og tvær efstu þjóðirnar komast á Ólympíuleikana í Ríó.
Króatar (brons) og Norðmenn (4. sæti) voru fyrir ofan danska liðið á Evrópumótinu í Póllandi á dögunum og því verður þetta allt annað en auðvelt verkefni fyrir Guðmund og leikmenn hans.
Danir byrja á leik við Króatíu og spilað síðan við Norðmenn daginn eftir. Lokaleikurinn er síðan við Barein en þá ætti það að vera orðið ljóst hvort danska liðið kemst á ÓL eða ekki.
Pólverjar og Svíar eru á heimavelli í hinum tveimur riðlinum. Fyrsti riðillinn fer fram í Gdańsk í Póllandi þar sem Pólland, Makedónía, Síle og Túnis keppa um tvö sæti. Svíar halda sinn riðil í Malmö og þar keppa þeir við Spán, Slóveníu og Íran um tvö laus sæti á ÓL.
Allir leikirnir fara fram frá 8. til 10. apríl næstkomandi.
Guðmundur verður á heimavelli í baráttunni um Ólympíusætið

Tengdar fréttir

Einkunnagjöf Ekstra Bladet á EM: Guðmundur á pari við Hansen, Landin og Toft
Annað stórmótið í röð mistókst Guðmundi Guðmundssyni að koma danska landsliðinu í undanúrslit á stórmóti en Danir spila um fimmta sætið á EM í Póllandi.

Guðmundur fær erfiðan riðil í forkeppni ÓL
Danmörk í riðli með Króatíu, Noregi og Barein. Svíar líka í sterkum riðli.

Patrekur og Guðmundur mætast í umspilinu
Austurríki fékk afar sterkan andstæðing í forkeppni HM 2017 í handbolta.

Innistæðan búin hjá Guðmundi sem þarf að fara ef Danir komast ekki á ÓL
Guðmundur Guðmundsson fær að heyra að frá handboltasérfræðingi í Danmörku.

Guðmundur: Þetta var óraunverulegt
Guðmundur Guðmundsson og Bent Nyegaard segjast aldrei hafa upplifað annan eins lokadag í riðlakeppni á stórmóti.

Guðmundur: Vantar allt drápseðli í liðið
Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, segir vanta allt drápseðli í leikmenn sína eftir að liðinu mistókst að komast upp úr milliriðlinum á EM í Póllandi.