Hvers vegna eru ekki endurtektarpróf í sálfræði? S. Ási Þórðarson og Margrét Arna Viktorsdóttir skrifar 3. febrúar 2016 09:01 Það hafa eflaust margir spurt sig að þessu. Ef svo óheppilega vill til að nemandi nái ekki lágmarkseinkunn á lokaprófi getur það haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar. Falli nemandi á prófi er deildum Háskólans heimilt að halda sérstök endurtektarpróf sem eru tekin samtímis sjúkraprófum. Sálfræðideildin nýtir sér ekki þessa heimild. Falli nemandi í prófi í sálfræðideild þarf hann að sitja námskeiðið aftur ári síðar, þetta seinkar útskrift um heilt ár. Þessi seinkun getur reynst dýrkeypt fyrir stúdentinn og samfélagið sem heild. Til dæmis myndi fall í tölfræði á fyrsta misseri hafa það í för með sér að lágmarksnámsframvindu sem þarf til þess að fá greidd út námslán telst ekki lokið. Hvað veldur því að sálfræðideildin er sér á báti þegar kemur að því að bjóða upp á endurtekt lokaprófa? Ástæðan er einfaldlega skortur á fjármagni til sálfræðideildarinnar. Árið 1999 var tekið í notkun reiknilíkan sem segir til um hve mikið fjármagn Háskóli Íslands fær fyrir hvern nemanda sem skráður er í skólann. Misjafnlega er greitt með nemendum eftir því hvað þeir eru að læra. Reiknilíkanið gerir ráð fyrir hæstri fjárveitingu til heilbrigðisvísindasviðs og lægstri til félagsvísindasviðs og hugvísindasviðs. Árið 2011 var sálfræðideildin færð frá félagsvísindasviði yfir á heilbrigðisvísindasvið í ljósi þess að sálfræði á betur heima þar. Við flutning á nýtt svið hefði verið rétt að uppfæra fjármagnsreiknilíkanið. Þetta hefur ekki verið gert og hefur deildin lengi staðið í stappi við stjórnvöld um að fá leiðréttingu á þessu. Þetta er langt því frá það eina sem er að líkaninu. Margar deildir innan heilbrigðisvísindasviðs eru reknar með tapi ár eftir ár. Hugvísindasvið líður einnig skort vegna þess og hefur til að mynda þurft að leggja niður kennslu í norsku og finnsku. Ljóst er að Stúdentaráð þarf að þrýsta á stjórnvöld að uppfæra þetta löngu úrelta líkan til þess að háskólinn geti haldið áfram að útskrifa framúrskarandi nemendur. Röskva vill að Stúdentaráð láti í sér heyra hvað varðar fjárveitingar til háskólans.Greinarhöfundar vilja minna kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram 3.-4. febrúar 2016. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Það hafa eflaust margir spurt sig að þessu. Ef svo óheppilega vill til að nemandi nái ekki lágmarkseinkunn á lokaprófi getur það haft í för með sér margvíslegar neikvæðar afleiðingar. Falli nemandi á prófi er deildum Háskólans heimilt að halda sérstök endurtektarpróf sem eru tekin samtímis sjúkraprófum. Sálfræðideildin nýtir sér ekki þessa heimild. Falli nemandi í prófi í sálfræðideild þarf hann að sitja námskeiðið aftur ári síðar, þetta seinkar útskrift um heilt ár. Þessi seinkun getur reynst dýrkeypt fyrir stúdentinn og samfélagið sem heild. Til dæmis myndi fall í tölfræði á fyrsta misseri hafa það í för með sér að lágmarksnámsframvindu sem þarf til þess að fá greidd út námslán telst ekki lokið. Hvað veldur því að sálfræðideildin er sér á báti þegar kemur að því að bjóða upp á endurtekt lokaprófa? Ástæðan er einfaldlega skortur á fjármagni til sálfræðideildarinnar. Árið 1999 var tekið í notkun reiknilíkan sem segir til um hve mikið fjármagn Háskóli Íslands fær fyrir hvern nemanda sem skráður er í skólann. Misjafnlega er greitt með nemendum eftir því hvað þeir eru að læra. Reiknilíkanið gerir ráð fyrir hæstri fjárveitingu til heilbrigðisvísindasviðs og lægstri til félagsvísindasviðs og hugvísindasviðs. Árið 2011 var sálfræðideildin færð frá félagsvísindasviði yfir á heilbrigðisvísindasvið í ljósi þess að sálfræði á betur heima þar. Við flutning á nýtt svið hefði verið rétt að uppfæra fjármagnsreiknilíkanið. Þetta hefur ekki verið gert og hefur deildin lengi staðið í stappi við stjórnvöld um að fá leiðréttingu á þessu. Þetta er langt því frá það eina sem er að líkaninu. Margar deildir innan heilbrigðisvísindasviðs eru reknar með tapi ár eftir ár. Hugvísindasvið líður einnig skort vegna þess og hefur til að mynda þurft að leggja niður kennslu í norsku og finnsku. Ljóst er að Stúdentaráð þarf að þrýsta á stjórnvöld að uppfæra þetta löngu úrelta líkan til þess að háskólinn geti haldið áfram að útskrifa framúrskarandi nemendur. Röskva vill að Stúdentaráð láti í sér heyra hvað varðar fjárveitingar til háskólans.Greinarhöfundar vilja minna kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram 3.-4. febrúar 2016.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar