Dagur Sigurðsson gerði Þjóðverja að Evrópumeisturum í handbolta um síðustu helgi en klæddi sig á sérstakan hátt í leikjum liðsins.
Eitt sem vakti athygli á EM er að Dagur var alltaf í ermasíðum bol undir pólóbolnum sem hann skartaði á mótinu. Fréttamanni lék forvitni á að vita af hverju það væri.
„Það er eiginlega út af því að mér er alltaf kalt,“ segir Dagur en það er frekar skrítið þar sem iðulega er vel heitt í íþróttahöllunum.
„Það er alltaf einhver spennuhrollur í mér. Ég var búinn að panta mér síðerma jakka fyrir mótið en það vantaði styrktaraðila á treyjuna og því varð ég að fara í pólóbolinn," segir Dagur.
„Þegar ég var að þjálfa Füchse þurfti ég líka stundum að gera þetta því jakkinn sem ég vildi vera í var ekki í réttum lit. Þetta er engin tískuyfirlýsing hjá mér. Mér er bara kalt.“
Handbolti
Ástæðan fyrir því að Dagur er alltaf í ermasíðum bol undir pólóbolnum
Tengdar fréttir
Brand: Dagur er einstakur karakter
Maðurinn með mottuna sem gerði Þýskaland að heimsmeisturum 2007 lofar Dag Sigurðsson í hástert.
Dagur gæti hugsað sér að þjálfa fótboltalið í framtíðinni
Nýbakaður Evrópumeistari í handbolta hefur áður íhugað að fara út í fótboltaþjálfun.
Sigurhátíð Dags og þýsku strákanna var í beinni
Það var ótrúleg stemning í Max Schmelling-höllinni í dag þegar Evrópumeistarar Þjóðverja voru hylltir við komuna til Þýskalands.
Óli Stef: Dagur eyðir ekki orku í eitthvað bull
Besti handboltamaður Íslandssögunnar er mjög ánægður fyrir hönd æskuvinar síns.
Kanslarinn, forsetinn og ráðherra hrósa Degi og þýsku strákunum
Dagur Sigurðsson er hlaðinn lofi um allt Þýskaland fyrir árangur handboltalandsliðsins á Evrópumótinu.