Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Ted Cruz, hinn óvænti sigurvegari repúblikana í Iowa, ásamt föður sínum Rafael Cruz. vísir/Epa Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira