Úrslitin í Iowa komu flestum á óvart Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. febrúar 2016 07:00 Ted Cruz, hinn óvænti sigurvegari repúblikana í Iowa, ásamt föður sínum Rafael Cruz. vísir/Epa Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Úrslitin úr forkosningum repúblikana og demókrata í Iowa reyndust harla frábrugðin því sem skoðanakannanir höfðu bent til. Fyrirfram virtist Hillary Clinton eiga nokkuð öruggan sigur vísan meðal demókrata en hún fékk innan við hálfu prósenti meira en Bernie Sanders, sem lengst af þótti frekar ólíklegur til stórvirkja. Clinton lýsti yfir sigri en Sanders fór fram á að öll gögn um atkvæðatalningu yrðu birt svo hægt verði að fara yfir þau. Sanders fagnaði hins vegar árangrinum og sagði þetta góða byrjun á kosningabaráttunni: „Kvöldið í kvöld sýnir bandarísku þjóðinni fram á að þetta er kosningaframboð sem getur sigrað,“ sagði hann þegar úrslitin lágu fyrir. Martin O’Malley, þriðji maðurinn í Demókrataflokknum sem sóst hefur eftir útnefningu, tilkynnti svo í gær að hann væri hættur. Honum hafði lengi verið spáð vel innan við fimm prósenta fylgi og fékk svo ekki einu sinni eitt prósent atkvæða í Iowa. Í herbúðum repúblikana beið milljarðamæringurinn Donald Trump síðan óvænt ósigur fyrir öldungadeildarþingmanninum Ted Cruz, sem hefur ekki síður en Trump vakið furðu fyrir undarlegar yfirlýsingar. Í þriðja sæti hjá repúblikönum varð Marco Rubio, sem gerir sér nú vonir um að fá helstu ráðamenn flokksins til að fylkja sér að baki honum. Hann sé nú eina von ráðsettari afla innan flokksins, sem ættu erfitt með að sætta sig við utangarðsmennina og ólíkindatólin Cruz og Trump. „Þetta er augnablikið sem þeir sögðu að aldrei gæti komið,“ sagði Rubio þegar úrslitin voru ljós. „Mánuðum saman sögðu þeir að við ættum engan möguleika.“ Annar repúblikani, sem er í náðinni hjá flokkseigendamaskínunni, er Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flórída. Hann fékk hins vegar ekki nema 2,8 prósent atkvæða og lenti í sjötta sæti þrátt fyrir að hafa eytt nærri tveimur milljörðum íslenskra króna í kosningaauglýsingar í Iowa. Þetta er meira fé en nokkur hinna frambjóðendanna notaði þar. Repúblikaninn Mike Huckabee sagðist í gær vera hættur við framboð, enda fékk hann ekki nema 1,8 prósent atkvæða. Enn eru þó ellefu eftir í slagnum hjá Repúblikanaflokknum, þótt sjö þeirra hafi ekki náð fimm prósenta fylgi. Næstu forkosningar verða haldnar í New Hampshire í næstu viku, en forsetaefni flokkanna verða endanlega valin á landsþingum þeirra í júlí.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira