Enski boltinn

Jamie Vardy afgreiddi Liverpool | Sjáið mörkin hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Vardy fagnar marki í kvöld.
Jamie Vardy fagnar marki í kvöld. Vísir/AFP
Jamie Vardy skoraði bæði mörk Leicester City í kvöld þegar liðið vann 2-0 heimasigur á Liverpool og hélt þar með þriggja stiga forskoti sínu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Eftir mjög fjörugan fyrri hálfleik komu mörkin ekki fyrr en í seinni hálfleiknum. Jamie Vardy braut ísinn á 60. mínútu með frábæru skoti af löngu færi eftir að hann sá að Simon Mignolet var kominn of langt út úr markinu sínu.

Jamie Vardy bætti síðan við öðru marki ellefu mínútum síðar og er þar með kominn með átján deildarmörk á þessu tímabili en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar.

Skyndisóknir Leicester City hafa reynst liðum deildarinnar afar skeinuhættar á þessu tímabili og það breyttist ekki í kvöld.

Leicester fékk tvö fínustu færi á fyrstu tíu mínútum leiksins, fyrst skaut Riyad Mahrez framhjá á 2. mínútu og svo varði Simon Mignolet skalla Shinji Okazaki upp á slána og síðan yfir markið á 9. mínútu.

Liðin héldu áfram að sækja á víxl og skö0puðu sér nokkur ágæt færi í mjög skemmtilegum og fjörugum fyrri hálfleik. Það vantaði bara mörkin.

Leicester-menn og þá sérstaklega Riyad Mahrez fengu hættulegustu færin og Simon Mignolet varði mjög vel frá honum á 34. mínútu.

Liverpool-liðið byrjaði seinni hálfleik ágætlega og var líklegt til að skora á fyrstu mínútum hálfleiksins.

Það var hinsvegar Jamie Vardy sem gerði út um leikinn á ellefu mínútum og spútnikliðið Leicester hefur þar með unnið 14 leiki á deildinni á þessu tímabili.

Stórkostlegt mark hjá Jamie Vardy Jamie Vardy skorar sitt annað mark



Fleiri fréttir

Sjá meira


×