Þriðjudagsþrot Hörður S. Óskarsson skrifar 2. febrúar 2016 10:46 Við erum stödd í höfuðstöðvum tæknigreina og sjáum þar metnaðarfullan raunvísindanema sitja í stofu 158. Rófubeinið hvílir á dúnamjúkum trébekk sem var hannaður og smíðaður af trésmiðnum Jósefi frá Nazareth. Staðsettur í miðjunni á stútfullum fyrirlestri er nemandinn kominn í bobba. Hann þarf að komast á klósettið og því standa til boða tveir kostir. Sá fyrri er að biðja samnemendur sína um að standa upp og fara fram á gang, sá seinni er að halda í sér og þrauka í gegnum svitatárin. Hann tekur þetta á sig, í þetta sinn, og heldur í sér út tímann. Biðin er óbærileg en með þolinmæðina að vopni tekst að komast í gegnum erfiðið. Nemandinn er algjörlega búinn á því, þrefaldur tími í fyrirlestrarsal og ekkert hádegishlé. Bakið aumt og pokarnir undir augunum eðlisþyngri en möttull jarðar, en verst af öllu að hann náði ekki að kaupa sér kaffi því það var búið að lok lok og læsa sjoppunni. Mikill skellur því hann þarf að klára hópverkefnið fyrir miðnætti. Hann semur við sjálfan sig um að kaupa sér gosdrykk úr bilaða sjálfsalanum. Sem betur fer eru hinir í hópnum búnir að redda borði því lítið er um pláss fyrir hópavinnu eins og vanalega. Þau klára verkefnið með sóma rétt fyrir kvöldmat og því kemst hann úrvinda heim að fá sér smá í gogginn. En lærdómnum er hvergi nærri lokið því eins og vanalega á þriðjudögum þarf hann að lesa sig í gegnum efni vikunnar. Undir lokin er hann byrjaður að dotta og ákveður að segja þetta gott. Hann er ekki lengi að svífa inn í heim draumanna og dreymir þar um háskóla sem telur lokapróf vera úrelt og ekki í takt við raunveruleikann í atvinnulífinu. Hann dreymir um háskóla sem setur nemendur og þeirra skoðanir í forgang, háskóla sem breytist með tímanum í stað þess að halda sér í fornöldinni, háskóla sem setur lýðræði stúdenta í fyrsta sæti. En nú er tíma drauma að ljúka og tími til kominn að Vaka.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Við erum stödd í höfuðstöðvum tæknigreina og sjáum þar metnaðarfullan raunvísindanema sitja í stofu 158. Rófubeinið hvílir á dúnamjúkum trébekk sem var hannaður og smíðaður af trésmiðnum Jósefi frá Nazareth. Staðsettur í miðjunni á stútfullum fyrirlestri er nemandinn kominn í bobba. Hann þarf að komast á klósettið og því standa til boða tveir kostir. Sá fyrri er að biðja samnemendur sína um að standa upp og fara fram á gang, sá seinni er að halda í sér og þrauka í gegnum svitatárin. Hann tekur þetta á sig, í þetta sinn, og heldur í sér út tímann. Biðin er óbærileg en með þolinmæðina að vopni tekst að komast í gegnum erfiðið. Nemandinn er algjörlega búinn á því, þrefaldur tími í fyrirlestrarsal og ekkert hádegishlé. Bakið aumt og pokarnir undir augunum eðlisþyngri en möttull jarðar, en verst af öllu að hann náði ekki að kaupa sér kaffi því það var búið að lok lok og læsa sjoppunni. Mikill skellur því hann þarf að klára hópverkefnið fyrir miðnætti. Hann semur við sjálfan sig um að kaupa sér gosdrykk úr bilaða sjálfsalanum. Sem betur fer eru hinir í hópnum búnir að redda borði því lítið er um pláss fyrir hópavinnu eins og vanalega. Þau klára verkefnið með sóma rétt fyrir kvöldmat og því kemst hann úrvinda heim að fá sér smá í gogginn. En lærdómnum er hvergi nærri lokið því eins og vanalega á þriðjudögum þarf hann að lesa sig í gegnum efni vikunnar. Undir lokin er hann byrjaður að dotta og ákveður að segja þetta gott. Hann er ekki lengi að svífa inn í heim draumanna og dreymir þar um háskóla sem telur lokapróf vera úrelt og ekki í takt við raunveruleikann í atvinnulífinu. Hann dreymir um háskóla sem setur nemendur og þeirra skoðanir í forgang, háskóla sem breytist með tímanum í stað þess að halda sér í fornöldinni, háskóla sem setur lýðræði stúdenta í fyrsta sæti. En nú er tíma drauma að ljúka og tími til kominn að Vaka.Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar