EES álit: „Sorgartíðindi fyrir lýð- og dýraheilsu“ Sveinn Arnarsson skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Innflutt ferskt kjöt getur að mati dýralæknis að Keldum borið alvarleg smit hingað til lands Fréttablaðið/Stefán Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands stenst ekki ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í gær. Samkvæmt áliti dómstólsins kveður EES-samningurinn á um að aðildarríkjun hans beri að leyfa innflutning á fersku kjöti, svo framar sem það hefur staðist heilbrigsðieftirlit í heimalaindu. Ekki sé heimilt að gera þá körfu að afurðirnar verði frystar eins og íslensk stjórnvöld hafa alltaf krafist.Vilhjálmur Svansson veirufræðingur og dýralæknirVilhjálmur Svansson, dýralæknir á tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, geldur varhug við því að flytja inn ferskt kjöt til landsins og segir þetta sorgartíðindi fyrir þá sem bera lýð- og dýraheilsu fyrir brjósti. „Ísland er eyja og við njótum þeirrar landfræðilegu einangrunar þegar kemur að smitsjúkdómum í mönnum og dýrum. Staða smitsjúkdóma íslenskra búfjárstofna er ekki sambærileg við það sem gerist erlendis,“ segir vilhjálmur. „Landfræðileg einangrun okkar er ákveðin auðlind sem menn spilla með að leyfa innflutning á fersku kjöti.“ „Dómurinn gat ekki komist að neinni annarri niðurstöðu. Það hefur legið fyrir um árabil að þessar reglur væru hluti af EES-samningnum og að Ísland hefði ekki samið um neina undanþágu frá þeim,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda. Á heimasíðu félagsins bendir Ólafur á að sauðfjárbændur hér á landi sjái tækifæri í að flytja ferskt lambakjöt á erlenda markaði. „Það er fráleitt að á sama tíma og til dæmis sauðfjárbændur hyggjast nýta sér þau tækifæri sem felast í útflutningi á fersku lambakjöti skuli íslensk stjórnvöld ætla að standa í vegi fyrir innflutningi á sambærilegri vöru hér á landi, sem hefur staðist heilbrigðiseftirlit samkvæmt sömu reglum og gilda á Íslandi,“ segir Ólafur á heimasíðu félags atvinnurekenda. Innflutningur kjöts árið 2015Create bar chartsSigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðarráðherrarightVonbrigði að sýna ekki sjónarmiðum Íslands skilning Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, er ekki par ánægður með niðurstöðu álitsins og telur málið þurfa að skoðast í samhengi við stöðu Íslands. „Það verður að hafa í huga að hér er um ráðgefandi álit að ræða og það afnemur ekki sjálfkrafa gildandi reglur á Íslandi,“ segir Sigurður Ingi. „Við höfum lagt áherslu á að landfræðilega staða okkar hafi búið til alveg sérstaka stöðu hjá okkar búfjárstofnum og við erum með mjög fáa smitsjúkdóma. Þessi 30 daga frystiskylda gerir okkur kleift að verja okkar búfjárstofna og heilbrigði mannfólks hér á landi og hefur gert það að verkum að ef eitthvað kemur upp, til dæmis í Evrópu, þá er hægt að bregðast við slíku og minnka þannig líkurnar á tjóni hér á landi.“ Þar vísar Sigurður Ingi í þær kvaðir sem íslensk stjórnvöld leggja á innflutt kjöt til Íslands. Áður en þær koma til Íslands þurfa matvælin að vera búin að vera í frysti í þrjátíu daga. Hér áður fyrr var dagafjöldinn sextíu en það var lækkað fyrir nokkrum árum. Að mati dýralækna sem fréttastofa ræddi við er þessi frystiskylda góð fyrir Ísland í tvenns konar skilningi. Í fyrsta lagi er um að ræða frystingu sem drepur sníkjudýr og bakteríur þannig að þær komist ekki til Íslands. Þekktar bakteríur í matvælum og kjöti erlendis er margfalt meiri en hér á landi og því er ákjósanlegt að verjast þeim með frystingu að þeirra mati. Í öðu lagi gefur þetta ákveðinn „varúðartíma“ fyrir íslenskan markað. Skæðar veirur og bakteríur sem finnast í kjöti erlendis þegar það er komið á markað hefur þá ekki komið hingað til lands þar sem það er enn í frystigeymslum erlendis. Þannig hefur þessi tími komið í veg fyrir að sýkt kjöt komi á markað til Íslands vegna þessarar tafar. Sigurður Ingi segir vonbrigði að þeirra rök hafi ekki slegið í gegn hjá EFTA, það sé einfaldlega ekki gott að veikja varnir Íslands með þessum hætti. „Með þessu er ekki verið að setja fram vantraust á heilbrigðis- og matvælaeftirlit annars staðar í Evrópu, þó vissulega megi taka umræðuna um sýklalyfjaónæmið í þessu samhengi. Það eru hins vegar vonbrigði að EFTA dómstóllinn hafi ekki skilning á þessum sjónarmiðum sem við höfum lagt mikla áherslu á,“ segir Sigurður Ingi. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurFullnaðarsigur í þessum hluta málsins „Þetta var bara eins og lagt var upp með. Að okkar mati er um fullnaðarsigur að ræða í þessum EFTA-hluta málsins. Nú verður málið tekið fyrir í héraðsdómi og ég hef ekki hugmyndaflug til annars en að hann muni komast að sömu niðurstöðu og EFTA dómstóllinn,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður sem flytur málið fyrir hönd Ferskra kjötvara. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. höfðaði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir þegar því var synjað um leyfi til innflutnings á 83 kílóum af hollenskum nautalundum í febrúarmánuði árið 2014. Matvælastofnun hafnaði að heimila innflutning kjötsins vegna þess að það hafði ekki verið sett í frost í þrjátíu daga. Ekkert vottorð var um að kjötið hafi farið í frost. Af þeirri ástæðu neitaði tollstjóri að tollafgreiða kjötið til innlends birgja með þeim afleiðingum að það skemmdist í kjölfarið. Meðal þeirra spurninga sem lagðar voru fyrir dómstólinn í málinu var hvort hömlur á fersku kjöti svo sem þær sem fram koma í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim séu í andstöðu við tilskipun EES um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan bandalagsins. Samkvæmt evróputilskipun er dýraeftirlit aðeins heimilt ef það er framkvæmt með úrtakskönnun eða á grundvelli grunsemda um misferli á meðan flutningi varanna stóð. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda ganga lengra en ákvæðið heimilar. Því væri nokkuð íþyngjandi að skylda innflytjendur til að afla sérstaks leyfis sem fæli í sér vottorði um staðfestingu þess að kjötið hafi verið fryst. Aðeins ráðgefandi Álit EFTA dómstólsins eru aðeins ráðgefandi fyrir íslenska dómstóla. Íslenskum stjórnvöldum ber ekki skylda til að fara eftir þeim álitum dómstólsins. Hinsvegar hafa lögfræðingar metið það sem svo að „ráðgefandi“ álit EFTA dómstólsins séu í senn meira en aðeins ráðgefandi. Aðildarríki að EES samningnum gætu þurft að greiða háar fjárhæðir í skaðabætur ef ríki héldu áfram sömu lagaframkvæmd eftir að ráðgefandi álit hefur verið lagt fram. Samningsbrotamál gætu lent fyrir EFTA dómstólnum með tilheyrandi kostnaði. Héraðsdómur hefur aldrei gengið gegn ráðgefandi áliti sem dómstóllinn hefur fengið frá EFTA. Tengdar fréttir Innflutningsbann á fersku kjöti stenst ekki EES samninginn EFTA dómstólinn hefur skilað ráðgefandi áliti í máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu. 1. febrúar 2016 12:11 Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. 1. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Innflutningsbann íslenska ríkisins á fersku ófrosnu kjöti til Íslands stenst ekki ákvæði EES samningsins um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Þetta kemur fram í ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins sem skilað var í gær. Samkvæmt áliti dómstólsins kveður EES-samningurinn á um að aðildarríkjun hans beri að leyfa innflutning á fersku kjöti, svo framar sem það hefur staðist heilbrigsðieftirlit í heimalaindu. Ekki sé heimilt að gera þá körfu að afurðirnar verði frystar eins og íslensk stjórnvöld hafa alltaf krafist.Vilhjálmur Svansson veirufræðingur og dýralæknirVilhjálmur Svansson, dýralæknir á tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, geldur varhug við því að flytja inn ferskt kjöt til landsins og segir þetta sorgartíðindi fyrir þá sem bera lýð- og dýraheilsu fyrir brjósti. „Ísland er eyja og við njótum þeirrar landfræðilegu einangrunar þegar kemur að smitsjúkdómum í mönnum og dýrum. Staða smitsjúkdóma íslenskra búfjárstofna er ekki sambærileg við það sem gerist erlendis,“ segir vilhjálmur. „Landfræðileg einangrun okkar er ákveðin auðlind sem menn spilla með að leyfa innflutning á fersku kjöti.“ „Dómurinn gat ekki komist að neinni annarri niðurstöðu. Það hefur legið fyrir um árabil að þessar reglur væru hluti af EES-samningnum og að Ísland hefði ekki samið um neina undanþágu frá þeim,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda. Á heimasíðu félagsins bendir Ólafur á að sauðfjárbændur hér á landi sjái tækifæri í að flytja ferskt lambakjöt á erlenda markaði. „Það er fráleitt að á sama tíma og til dæmis sauðfjárbændur hyggjast nýta sér þau tækifæri sem felast í útflutningi á fersku lambakjöti skuli íslensk stjórnvöld ætla að standa í vegi fyrir innflutningi á sambærilegri vöru hér á landi, sem hefur staðist heilbrigðiseftirlit samkvæmt sömu reglum og gilda á Íslandi,“ segir Ólafur á heimasíðu félags atvinnurekenda. Innflutningur kjöts árið 2015Create bar chartsSigurður Ingi Jóhansson, landbúnaðarráðherrarightVonbrigði að sýna ekki sjónarmiðum Íslands skilning Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, er ekki par ánægður með niðurstöðu álitsins og telur málið þurfa að skoðast í samhengi við stöðu Íslands. „Það verður að hafa í huga að hér er um ráðgefandi álit að ræða og það afnemur ekki sjálfkrafa gildandi reglur á Íslandi,“ segir Sigurður Ingi. „Við höfum lagt áherslu á að landfræðilega staða okkar hafi búið til alveg sérstaka stöðu hjá okkar búfjárstofnum og við erum með mjög fáa smitsjúkdóma. Þessi 30 daga frystiskylda gerir okkur kleift að verja okkar búfjárstofna og heilbrigði mannfólks hér á landi og hefur gert það að verkum að ef eitthvað kemur upp, til dæmis í Evrópu, þá er hægt að bregðast við slíku og minnka þannig líkurnar á tjóni hér á landi.“ Þar vísar Sigurður Ingi í þær kvaðir sem íslensk stjórnvöld leggja á innflutt kjöt til Íslands. Áður en þær koma til Íslands þurfa matvælin að vera búin að vera í frysti í þrjátíu daga. Hér áður fyrr var dagafjöldinn sextíu en það var lækkað fyrir nokkrum árum. Að mati dýralækna sem fréttastofa ræddi við er þessi frystiskylda góð fyrir Ísland í tvenns konar skilningi. Í fyrsta lagi er um að ræða frystingu sem drepur sníkjudýr og bakteríur þannig að þær komist ekki til Íslands. Þekktar bakteríur í matvælum og kjöti erlendis er margfalt meiri en hér á landi og því er ákjósanlegt að verjast þeim með frystingu að þeirra mati. Í öðu lagi gefur þetta ákveðinn „varúðartíma“ fyrir íslenskan markað. Skæðar veirur og bakteríur sem finnast í kjöti erlendis þegar það er komið á markað hefur þá ekki komið hingað til lands þar sem það er enn í frystigeymslum erlendis. Þannig hefur þessi tími komið í veg fyrir að sýkt kjöt komi á markað til Íslands vegna þessarar tafar. Sigurður Ingi segir vonbrigði að þeirra rök hafi ekki slegið í gegn hjá EFTA, það sé einfaldlega ekki gott að veikja varnir Íslands með þessum hætti. „Með þessu er ekki verið að setja fram vantraust á heilbrigðis- og matvælaeftirlit annars staðar í Evrópu, þó vissulega megi taka umræðuna um sýklalyfjaónæmið í þessu samhengi. Það eru hins vegar vonbrigði að EFTA dómstóllinn hafi ekki skilning á þessum sjónarmiðum sem við höfum lagt mikla áherslu á,“ segir Sigurður Ingi. Arnar Þór Stefánsson hæstaréttarlögmaðurFullnaðarsigur í þessum hluta málsins „Þetta var bara eins og lagt var upp með. Að okkar mati er um fullnaðarsigur að ræða í þessum EFTA-hluta málsins. Nú verður málið tekið fyrir í héraðsdómi og ég hef ekki hugmyndaflug til annars en að hann muni komast að sömu niðurstöðu og EFTA dómstóllinn,“ segir Arnar Þór Stefánsson, lögmaður sem flytur málið fyrir hönd Ferskra kjötvara. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur ehf. höfðaði skaðabótamál gegn íslenska ríkinu vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir þegar því var synjað um leyfi til innflutnings á 83 kílóum af hollenskum nautalundum í febrúarmánuði árið 2014. Matvælastofnun hafnaði að heimila innflutning kjötsins vegna þess að það hafði ekki verið sett í frost í þrjátíu daga. Ekkert vottorð var um að kjötið hafi farið í frost. Af þeirri ástæðu neitaði tollstjóri að tollafgreiða kjötið til innlends birgja með þeim afleiðingum að það skemmdist í kjölfarið. Meðal þeirra spurninga sem lagðar voru fyrir dómstólinn í málinu var hvort hömlur á fersku kjöti svo sem þær sem fram koma í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim séu í andstöðu við tilskipun EES um dýraheilbrigðiseftirlit í viðskiptum innan bandalagsins. Samkvæmt evróputilskipun er dýraeftirlit aðeins heimilt ef það er framkvæmt með úrtakskönnun eða á grundvelli grunsemda um misferli á meðan flutningi varanna stóð. Aðgerðir íslenskra stjórnvalda ganga lengra en ákvæðið heimilar. Því væri nokkuð íþyngjandi að skylda innflytjendur til að afla sérstaks leyfis sem fæli í sér vottorði um staðfestingu þess að kjötið hafi verið fryst. Aðeins ráðgefandi Álit EFTA dómstólsins eru aðeins ráðgefandi fyrir íslenska dómstóla. Íslenskum stjórnvöldum ber ekki skylda til að fara eftir þeim álitum dómstólsins. Hinsvegar hafa lögfræðingar metið það sem svo að „ráðgefandi“ álit EFTA dómstólsins séu í senn meira en aðeins ráðgefandi. Aðildarríki að EES samningnum gætu þurft að greiða háar fjárhæðir í skaðabætur ef ríki héldu áfram sömu lagaframkvæmd eftir að ráðgefandi álit hefur verið lagt fram. Samningsbrotamál gætu lent fyrir EFTA dómstólnum með tilheyrandi kostnaði. Héraðsdómur hefur aldrei gengið gegn ráðgefandi áliti sem dómstóllinn hefur fengið frá EFTA.
Tengdar fréttir Innflutningsbann á fersku kjöti stenst ekki EES samninginn EFTA dómstólinn hefur skilað ráðgefandi áliti í máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu. 1. febrúar 2016 12:11 Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. 1. febrúar 2016 20:00 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Innflutningsbann á fersku kjöti stenst ekki EES samninginn EFTA dómstólinn hefur skilað ráðgefandi áliti í máli Ferskra kjötvara gegn ríkinu. 1. febrúar 2016 12:11
Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. 1. febrúar 2016 20:00