Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 20:00 EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA dómstólsins var birt í dag en ólöglegt er að flytja ferskt erlent kjöt til Íslands. Krafa er krafa um að kjötið hafi verið frosið í þrjátíu daga áður en það er selt hér á landi. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem meðal annars rekur kjötborðin í Hagkaup, fór í skaðabótamál við íslenska ríkið eftir um hundrað kílóum af fersku lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi sem fyrirtækið flutti hingað til lands var fargað. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Álit EFTA-dómstólsins verður nú lagt til grundvallar í skaðabótamálinu sem rekið er fyrir héraðsdómi. Dómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en taka skal fram að álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Ingibjörn Sigurbergsson, frakvæmdastjóri Ferskra kjötvara, er þó mjög bjartsýnn á að málið vinnist og segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur. „Það bara þýðir það að Íslendingar og allir neytendur á Íslandi hafa aðgang að fersku erlendu kjöti ásamt því íslenska. Erlent kjöt hefur verið ódýrara og væntanlega mun það skila sér líka til neytenda. Ég held að það kæmi íslenskum bændum líka vel því þeir eflast við þetta og halda áfram að framleiða sitt frábæra kjöt,“ segir Ingibjörn. Hann gefur lítið fyrir rök um aukna hættu á smitsjúkdómum í skepnum verði innflutningur á fersku kjöti leyfður. „Ég er nú ekki smitsjúkdómafræðingur og ætla ekki að tjá mig beint um hættur við því en maður spyr sig. Það eru mikið af ferðamönnum að koma til landsins og þeir geta borið með sér alls konar sjúkdóma líka sem ég myndi segja að væru kannski hættulegri fyrir íslenskan bústofn en hrátt kjöt, því ekki erum við að skepnum hrátt kjöt að borða,“ segir Ingibjörn. Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira
EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA dómstólsins var birt í dag en ólöglegt er að flytja ferskt erlent kjöt til Íslands. Krafa er krafa um að kjötið hafi verið frosið í þrjátíu daga áður en það er selt hér á landi. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem meðal annars rekur kjötborðin í Hagkaup, fór í skaðabótamál við íslenska ríkið eftir um hundrað kílóum af fersku lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi sem fyrirtækið flutti hingað til lands var fargað. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Álit EFTA-dómstólsins verður nú lagt til grundvallar í skaðabótamálinu sem rekið er fyrir héraðsdómi. Dómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en taka skal fram að álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Ingibjörn Sigurbergsson, frakvæmdastjóri Ferskra kjötvara, er þó mjög bjartsýnn á að málið vinnist og segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur. „Það bara þýðir það að Íslendingar og allir neytendur á Íslandi hafa aðgang að fersku erlendu kjöti ásamt því íslenska. Erlent kjöt hefur verið ódýrara og væntanlega mun það skila sér líka til neytenda. Ég held að það kæmi íslenskum bændum líka vel því þeir eflast við þetta og halda áfram að framleiða sitt frábæra kjöt,“ segir Ingibjörn. Hann gefur lítið fyrir rök um aukna hættu á smitsjúkdómum í skepnum verði innflutningur á fersku kjöti leyfður. „Ég er nú ekki smitsjúkdómafræðingur og ætla ekki að tjá mig beint um hættur við því en maður spyr sig. Það eru mikið af ferðamönnum að koma til landsins og þeir geta borið með sér alls konar sjúkdóma líka sem ég myndi segja að væru kannski hættulegri fyrir íslenskan bústofn en hrátt kjöt, því ekki erum við að skepnum hrátt kjöt að borða,“ segir Ingibjörn.
Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Sjá meira