Mögulegar breytingar á framboði og verði kjötvara Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. febrúar 2016 20:00 EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA dómstólsins var birt í dag en ólöglegt er að flytja ferskt erlent kjöt til Íslands. Krafa er krafa um að kjötið hafi verið frosið í þrjátíu daga áður en það er selt hér á landi. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem meðal annars rekur kjötborðin í Hagkaup, fór í skaðabótamál við íslenska ríkið eftir um hundrað kílóum af fersku lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi sem fyrirtækið flutti hingað til lands var fargað. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Álit EFTA-dómstólsins verður nú lagt til grundvallar í skaðabótamálinu sem rekið er fyrir héraðsdómi. Dómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en taka skal fram að álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Ingibjörn Sigurbergsson, frakvæmdastjóri Ferskra kjötvara, er þó mjög bjartsýnn á að málið vinnist og segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur. „Það bara þýðir það að Íslendingar og allir neytendur á Íslandi hafa aðgang að fersku erlendu kjöti ásamt því íslenska. Erlent kjöt hefur verið ódýrara og væntanlega mun það skila sér líka til neytenda. Ég held að það kæmi íslenskum bændum líka vel því þeir eflast við þetta og halda áfram að framleiða sitt frábæra kjöt,“ segir Ingibjörn. Hann gefur lítið fyrir rök um aukna hættu á smitsjúkdómum í skepnum verði innflutningur á fersku kjöti leyfður. „Ég er nú ekki smitsjúkdómafræðingur og ætla ekki að tjá mig beint um hættur við því en maður spyr sig. Það eru mikið af ferðamönnum að koma til landsins og þeir geta borið með sér alls konar sjúkdóma líka sem ég myndi segja að væru kannski hættulegri fyrir íslenskan bústofn en hrátt kjöt, því ekki erum við að skepnum hrátt kjöt að borða,“ segir Ingibjörn. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
EFTA-dómstóllinn telur innflutningsbann á fersku kjöti hingað til lands ganga gegn EES-samningnum um frjálst flæði vöru og þjónustu á innri markaði Evrópu. Verði bannið afnumið gæti það þýtt verulegar breytingar á framboði og verði kjötvara hér á landi. Niðurstaða ráðgefandi álits EFTA dómstólsins var birt í dag en ólöglegt er að flytja ferskt erlent kjöt til Íslands. Krafa er krafa um að kjötið hafi verið frosið í þrjátíu daga áður en það er selt hér á landi. Forsaga málsins er sú að fyrirtækið Ferskar kjötvörur, sem meðal annars rekur kjötborðin í Hagkaup, fór í skaðabótamál við íslenska ríkið eftir um hundrað kílóum af fersku lífrænt ræktuðu nautakjöti frá Hollandi sem fyrirtækið flutti hingað til lands var fargað. Að mati Ferskra kjötvara samræmist innflutningsbannið ekki ákvæðum EES samningsins og hefur sú túlkun nú verið staðfest af EFTA dómstólnum. Álit EFTA-dómstólsins verður nú lagt til grundvallar í skaðabótamálinu sem rekið er fyrir héraðsdómi. Dómari á eftir að kveða upp endanlegan dóm í málinu en taka skal fram að álit dómstólsins binda ekki íslenska dómstóla. Ingibjörn Sigurbergsson, frakvæmdastjóri Ferskra kjötvara, er þó mjög bjartsýnn á að málið vinnist og segir það hafa mikla þýðingu fyrir íslenska neytendur. „Það bara þýðir það að Íslendingar og allir neytendur á Íslandi hafa aðgang að fersku erlendu kjöti ásamt því íslenska. Erlent kjöt hefur verið ódýrara og væntanlega mun það skila sér líka til neytenda. Ég held að það kæmi íslenskum bændum líka vel því þeir eflast við þetta og halda áfram að framleiða sitt frábæra kjöt,“ segir Ingibjörn. Hann gefur lítið fyrir rök um aukna hættu á smitsjúkdómum í skepnum verði innflutningur á fersku kjöti leyfður. „Ég er nú ekki smitsjúkdómafræðingur og ætla ekki að tjá mig beint um hættur við því en maður spyr sig. Það eru mikið af ferðamönnum að koma til landsins og þeir geta borið með sér alls konar sjúkdóma líka sem ég myndi segja að væru kannski hættulegri fyrir íslenskan bústofn en hrátt kjöt, því ekki erum við að skepnum hrátt kjöt að borða,“ segir Ingibjörn.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira