Stjórnarhermenn í Suður-Súdan drápu fimmtíu manns á síðasta ári með því að koma þeim fyrir í gámi og með þeim afleiðingum að þeir köfnuðu.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Joint Monitoring and Evaluation Commission (JMEC) sem fylgist með hvort vopnahléi sem stríðandi fylkingar í landinu sömdu um, sé framfylgt.
Í skýrslunni kemur fram að mennirnir hafi fundist í gámnum þann 22. október, en í skýrslunni eru önnur brot á samkomulaginu einnig tíunduð.
Tugþúsundir manna hafa látið lífið í borgarastríðinu í Suður-Súdan og neytt 2,3 milljónir manna til að leggjast á flótta. Stríðið hófst í desembermánuði 2013.
Fimmtíu fundust látnir í gámi í Suður-Súdan
Atli Ísleifsson skrifar
