Eigið eldvarnaeftirlit virkar Garðar H. Guðjónsson og Þráinn Ólafsson skrifar 1. febrúar 2016 10:39 Akraneskaupstaður innleiddi eigið eldvarnaeftirlit 1. október síðastliðinn í samvinnu við Eldvarnabandalagið. Ljóst er að framkvæmdin lofar góðu og hefur þegar skilað margvíslegum árangri í þeirri viðleitni að efla eldvarnir í stofnunum bæjarins. Jafnframt virðist fræðsla til starfsfólks um eldvarnir á vinnustaðnum og heimilinu hafa hreyft við mörgum og orðið til þess að efla eldvarnir á heimilum. Þetta kom skýrt fram á fundi með eldvarnafulltrúum Akraneskaupstaðar nýverið. Undirbúningur að innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits fólst meðal annars í því að starfsfólk kaupstaðarins fékk fræðslu um eldvarnir á vinnustað og heima fyrir. Þá fengu 33 starfsmenn fræðslu og þjálfun til að sinna hlutverki eldvarnafulltrúa, einn aðalfulltrúi og annar til vara fyrir hverja stofnun Akraneskaupstaðar. Þeir hófu störf 1. október 2015 og hafa síðan framkvæmt eigið eldvarnaeftirlit mánaðarlega samkvæmt gátlistum Eldvarnabandalagsins. Góður hugur var í eldvarnafulltrúum á fundi með fulltrúum Eldvarnabandalagsins, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar og var augljóst að vitund um mikilvægi eldvarna hefur aukist mjög. Fram kom að eftirlit eldvarnafulltrúanna hefur leitt í ljós ýmsar brotalamir í eldvörnum sem auðvelt hefur verið að lagfæra.Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.Ýmsar úrbætur Sem dæmi má nefna að við mánaðarlegt eftirlit uppgötvuðu eldvarnafulltrúar í stofnun nokkurri að þeir áttu í mesta basli með að opna björgunarop með barnalæsingu. Opnunin tók mun lengri tíma en æskilegt væri á neyðarstundu, auk þess sem lamir voru stífar og þörfnuðust smurningar. Þetta leiddi til þess að öllum starfsmönnum var kennt að opna björgunaropin á sem stystum tíma. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna. Eldsmatur hefur verið fjarlægður úr flóttaleiðum, settir hafa verið snerlar á hurðir í flóttaleiðum, gert hefur verið yfirlit yfir flóttaleiðir og fleira. Hins vegar kom fram að ýmsar kostnaðarsamar úrbætur á eldvörnum munu taka lengri tíma. Þá kom skýrt fram á fundinum að fræðsla um eldvarnir heimilisins hefur skilað sér í auknum eldvörnum á heimilum starfsmanna og jafnvel á heimilum ættingja þeirra. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og verður gerð sameiginleg greinargerð um árangurinn haustið 2016. Óhætt er að segja að niðurstöður fundarins lofa mjög góðu um framvindu verkefnisins og árangur af því. Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Akraneskaupstaður innleiddi eigið eldvarnaeftirlit 1. október síðastliðinn í samvinnu við Eldvarnabandalagið. Ljóst er að framkvæmdin lofar góðu og hefur þegar skilað margvíslegum árangri í þeirri viðleitni að efla eldvarnir í stofnunum bæjarins. Jafnframt virðist fræðsla til starfsfólks um eldvarnir á vinnustaðnum og heimilinu hafa hreyft við mörgum og orðið til þess að efla eldvarnir á heimilum. Þetta kom skýrt fram á fundi með eldvarnafulltrúum Akraneskaupstaðar nýverið. Undirbúningur að innleiðingu eigin eldvarnaeftirlits fólst meðal annars í því að starfsfólk kaupstaðarins fékk fræðslu um eldvarnir á vinnustað og heima fyrir. Þá fengu 33 starfsmenn fræðslu og þjálfun til að sinna hlutverki eldvarnafulltrúa, einn aðalfulltrúi og annar til vara fyrir hverja stofnun Akraneskaupstaðar. Þeir hófu störf 1. október 2015 og hafa síðan framkvæmt eigið eldvarnaeftirlit mánaðarlega samkvæmt gátlistum Eldvarnabandalagsins. Góður hugur var í eldvarnafulltrúum á fundi með fulltrúum Eldvarnabandalagsins, Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar og var augljóst að vitund um mikilvægi eldvarna hefur aukist mjög. Fram kom að eftirlit eldvarnafulltrúanna hefur leitt í ljós ýmsar brotalamir í eldvörnum sem auðvelt hefur verið að lagfæra.Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.Ýmsar úrbætur Sem dæmi má nefna að við mánaðarlegt eftirlit uppgötvuðu eldvarnafulltrúar í stofnun nokkurri að þeir áttu í mesta basli með að opna björgunarop með barnalæsingu. Opnunin tók mun lengri tíma en æskilegt væri á neyðarstundu, auk þess sem lamir voru stífar og þörfnuðust smurningar. Þetta leiddi til þess að öllum starfsmönnum var kennt að opna björgunaropin á sem stystum tíma. Fjölmörg önnur dæmi mætti nefna. Eldsmatur hefur verið fjarlægður úr flóttaleiðum, settir hafa verið snerlar á hurðir í flóttaleiðum, gert hefur verið yfirlit yfir flóttaleiðir og fleira. Hins vegar kom fram að ýmsar kostnaðarsamar úrbætur á eldvörnum munu taka lengri tíma. Þá kom skýrt fram á fundinum að fræðsla um eldvarnir heimilisins hefur skilað sér í auknum eldvörnum á heimilum starfsmanna og jafnvel á heimilum ættingja þeirra. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs og verður gerð sameiginleg greinargerð um árangurinn haustið 2016. Óhætt er að segja að niðurstöður fundarins lofa mjög góðu um framvindu verkefnisins og árangur af því. Garðar H. Guðjónsson, verkefnastjóri Eldvarnabandalagsins Þráinn Ólafsson, slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar