Erlent

Frekari viðskiptaþvinganir gegn Norður-Kóreu

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu vísir/epa
Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur sett nýjar viðskiptaþvinganir á Norður Kóreu eftir að langdrægri eldflaug var skotið þar á loft á dögunum. Ríkið hefur þráfaldlega neitað að stöðva þróun kjarnorkuvopna og forsetinn átti ekki í neinum vandræðum með að koma frumvarpi um auknar þvinganir í gegnum þingið.

Því er ætlað að reyna að koma í veg fyrir að Norður Kóreumenn geti komist yfir gjaldeyri til að þróa litla kjarnaodda, eins og menn óttast að verið sé að reyna að gera. Auk þessara aðgerða eru Bandaríkjamenn í viðræðum við Kínverja um enn frekari þvinganir sem hægt verði að samþykkja í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×