Afnám verðtryggðra jafngreiðslulána til 40 ára myndi bitna á þeim sem eiga minnst Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2016 14:44 Bjarni Benediktsson fagnaði tækifærinu til að fá að ræða afnám verðtryggingarinnar. Vísir Allt að 40 prósent þeirra sem taka 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum um afnám verðtryggingarinnar á þingi í dag. Helgi Hrafn Gunnarsson, kapteinn Pírata, var upphafsmaður umræðunnar en hann sóttist eftir skoðunum fjármálaráðherra á málinu þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði ekki orðið við beiðnum um sérstaka umræðu um málið á þingi og sagt málið á forræði fjármálaráðuneytisins.Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.VísirMálið orðið hið vandræðalegasta „Það verður því að gera ráð fyrir því að fjármálaráðherra tali fyrir ríkisstjórnina í málaflokknum,“ sagði Helgi Hrafn sem sagðist gera fastlega ráð fyrir því að ríkisstjórnin hefði rætt málið. Helgi Hrafn sagði málið vera orðið hið vandræðalegasta og sagði það vera svolítið skrýtna spurningu hvort menn séu hlynntir verðtryggingu eða ekki. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa nú þegar lagt fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar. „Mér finnst réttara að spyrja hvort maður sé hlynntur því að val um verðtryggð lán sé til staðar eða ekki. Sömuleiðis þykir mér umræðan í meginatriðum snúast um vexti og auðvitað verðbólgutilhneigingu krónunnar. En ég velti fyrir mér sjónarmiðum hæstv. ráðherra í þeim efnum og sér í lagi sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Helgi Hrafn sem beindi þeirri spurningu til fjármálaráðherra hvort hann sé hlynntur þessum valkosti og hvort ríkisstjórnin áformi að afnema eða takmarka verðtryggingu með einhverjum hætti.Seðlabankinn varar við ákveðnum aðstæðum Bjarni þakkaði fyrir tækifærið til að fá að ræða þessi mál og tók fram að honum þætti Helgi Hrafn nálgast viðfangsefnið af yfirvegun. Bjarni tók fram að skipuð hefði verið nefnd til að fara yfir afnám verðtryggingarinnar og að hún hefði lagt til að fjármálaráðuneytið myndi skoða sérstaklega tvennt. Annars vegar að hækka lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm upp í tíu fyrir neytendalán.Bjarni taldi til mikils að vinna, að draga úr almennri notkun verðtryggingarinnar, en það yrði að gerast þannig að ekki sé þrengt að þeim hópum sem minnst hafa á milli handanna og hafa kosið þennan valkost til að komast í eigin húsnæði.„Það höfum við verið með til skoðunar. Við höfum fengið umsögn Seðlabankans sem veltir upp kostum og göllum þess að gera þetta, leggst ekki alfarið gegn þessu, en varar við þessu við ákveðnar aðstæður. Úr því erum við að vinna og við erum að byggja undir það að geta tekið ákvörðun um þessa tillögu,“ sagði Bjarni.„Fólkið sem hefur minnst á milli handanna“ Hin tillagan var sú að yfirvöld myndu taka af markaði 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. „Það sem við höfum verið að gera í ráðuneytinu er að afla upplýsinga um það hvaða áhrif það hefði á neytendur, það er hversu hátt hlutfall þeirra sem taka þetta löng lán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni sem nefndin leggur til að við mundum visa fólki í,“ sagði Bjarni. Hann tók fram að hann sé ekki kominn með svör frá öllu fjármálakerfinu, en hins vegar sé ráðuneytið komið með mjög marktæk gögn. „Sem sýna að það geti verið þannig að allt að 40 prósent, og jafnvel umfram það, þess fólks sem tekur 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. Hvaða fólk er það? Það er fólkið sem hefur minnst á milli handanna.“Taldi til mikils að vinna Bjarni taldi til mikils að vinna, að draga úr almennri notkun verðtryggingarinnar, en það yrði að gerast þannig að ekki sé þrengt að þeim hópum sem minnst hafa á milli handanna og hafa kosið þennan valkost til að komast í eigin húsnæði. Tengdar fréttir „Förum ekki kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna“ Þingmaður Framsóknarflokks hefur þungar áhyggjur af stöðu mála. 7. febrúar 2016 12:50 Komu í veg fyrir umræðu um verðtryggingu Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. 23. október 2015 07:00 Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43 Felldu tillögu um sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um afnám verðtryggingar Forsætisráðherrann sakaður um undanbrögð. 22. október 2015 11:58 Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23 „Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18 Framsóknarmenn telja verðtryggingu ekki afnumda á meðan Bjarni er fjármálaráðherra Upplifa það sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að telja að hann hafi staðið við ákvæði stjórnarsáttmálans með því að styðja skipun sérfræðihóps. 9. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Sjá meira
Allt að 40 prósent þeirra sem taka 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum um afnám verðtryggingarinnar á þingi í dag. Helgi Hrafn Gunnarsson, kapteinn Pírata, var upphafsmaður umræðunnar en hann sóttist eftir skoðunum fjármálaráðherra á málinu þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefði ekki orðið við beiðnum um sérstaka umræðu um málið á þingi og sagt málið á forræði fjármálaráðuneytisins.Helgi Hrafn Gunnarsson, kafteinn Pírata.VísirMálið orðið hið vandræðalegasta „Það verður því að gera ráð fyrir því að fjármálaráðherra tali fyrir ríkisstjórnina í málaflokknum,“ sagði Helgi Hrafn sem sagðist gera fastlega ráð fyrir því að ríkisstjórnin hefði rætt málið. Helgi Hrafn sagði málið vera orðið hið vandræðalegasta og sagði það vera svolítið skrýtna spurningu hvort menn séu hlynntir verðtryggingu eða ekki. Þingmenn Samfylkingarinnar hafa nú þegar lagt fram frumvarp um afnám verðtryggingarinnar. „Mér finnst réttara að spyrja hvort maður sé hlynntur því að val um verðtryggð lán sé til staðar eða ekki. Sömuleiðis þykir mér umræðan í meginatriðum snúast um vexti og auðvitað verðbólgutilhneigingu krónunnar. En ég velti fyrir mér sjónarmiðum hæstv. ráðherra í þeim efnum og sér í lagi sjónarmiðum ríkisstjórnarinnar,“ sagði Helgi Hrafn sem beindi þeirri spurningu til fjármálaráðherra hvort hann sé hlynntur þessum valkosti og hvort ríkisstjórnin áformi að afnema eða takmarka verðtryggingu með einhverjum hætti.Seðlabankinn varar við ákveðnum aðstæðum Bjarni þakkaði fyrir tækifærið til að fá að ræða þessi mál og tók fram að honum þætti Helgi Hrafn nálgast viðfangsefnið af yfirvegun. Bjarni tók fram að skipuð hefði verið nefnd til að fara yfir afnám verðtryggingarinnar og að hún hefði lagt til að fjármálaráðuneytið myndi skoða sérstaklega tvennt. Annars vegar að hækka lágmarkstíma verðtryggðra lána úr fimm upp í tíu fyrir neytendalán.Bjarni taldi til mikils að vinna, að draga úr almennri notkun verðtryggingarinnar, en það yrði að gerast þannig að ekki sé þrengt að þeim hópum sem minnst hafa á milli handanna og hafa kosið þennan valkost til að komast í eigin húsnæði.„Það höfum við verið með til skoðunar. Við höfum fengið umsögn Seðlabankans sem veltir upp kostum og göllum þess að gera þetta, leggst ekki alfarið gegn þessu, en varar við þessu við ákveðnar aðstæður. Úr því erum við að vinna og við erum að byggja undir það að geta tekið ákvörðun um þessa tillögu,“ sagði Bjarni.„Fólkið sem hefur minnst á milli handanna“ Hin tillagan var sú að yfirvöld myndu taka af markaði 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán. „Það sem við höfum verið að gera í ráðuneytinu er að afla upplýsinga um það hvaða áhrif það hefði á neytendur, það er hversu hátt hlutfall þeirra sem taka þetta löng lán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni sem nefndin leggur til að við mundum visa fólki í,“ sagði Bjarni. Hann tók fram að hann sé ekki kominn með svör frá öllu fjármálakerfinu, en hins vegar sé ráðuneytið komið með mjög marktæk gögn. „Sem sýna að það geti verið þannig að allt að 40 prósent, og jafnvel umfram það, þess fólks sem tekur 40 ára jafngreiðslulán mundi ekki standast greiðslumat á 25 ára láni. Hvaða fólk er það? Það er fólkið sem hefur minnst á milli handanna.“Taldi til mikils að vinna Bjarni taldi til mikils að vinna, að draga úr almennri notkun verðtryggingarinnar, en það yrði að gerast þannig að ekki sé þrengt að þeim hópum sem minnst hafa á milli handanna og hafa kosið þennan valkost til að komast í eigin húsnæði.
Tengdar fréttir „Förum ekki kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna“ Þingmaður Framsóknarflokks hefur þungar áhyggjur af stöðu mála. 7. febrúar 2016 12:50 Komu í veg fyrir umræðu um verðtryggingu Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. 23. október 2015 07:00 Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43 Felldu tillögu um sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um afnám verðtryggingar Forsætisráðherrann sakaður um undanbrögð. 22. október 2015 11:58 Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23 „Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18 Framsóknarmenn telja verðtryggingu ekki afnumda á meðan Bjarni er fjármálaráðherra Upplifa það sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að telja að hann hafi staðið við ákvæði stjórnarsáttmálans með því að styðja skipun sérfræðihóps. 9. febrúar 2016 10:15 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Sjá meira
„Förum ekki kosningabaráttu án þess að vera búin að leggja eitthvað fram um verðtrygginguna“ Þingmaður Framsóknarflokks hefur þungar áhyggjur af stöðu mála. 7. febrúar 2016 12:50
Komu í veg fyrir umræðu um verðtryggingu Stjórnarandstaðan lagði fram breytingartillögu á dagskrá þingsins við upphaf þingfundar í gær til þess að knýja á um sérstaka umræðu um afnám verðtryggingar. 23. október 2015 07:00
Sigríður og Helgi gáfust upp á að bíða eftir Framsókn Frumvarpið hefur ekki verið rætt við aðra þingmenn. 22. janúar 2016 15:43
Felldu tillögu um sérstaka umræðu við Sigmund Davíð um afnám verðtryggingar Forsætisráðherrann sakaður um undanbrögð. 22. október 2015 11:58
Sigmundur Davíð finnur fyrir sterkum öflum sem vinna gegn afnámi verðtryggingar Hluti flokksmanna í Sjálfstæðisflokknum í þessum hópi en aðallega forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. 22. október 2015 08:23
„Er Sigmundur Davíð að éta köku enn eina ferðina?“ Forsætisráðherra sagður á hröðum flótta undan öllu tali um afnám verðtryggingar. 13. október 2015 14:18
Framsóknarmenn telja verðtryggingu ekki afnumda á meðan Bjarni er fjármálaráðherra Upplifa það sem svo að Sjálfstæðisflokkurinn hljóti að telja að hann hafi staðið við ákvæði stjórnarsáttmálans með því að styðja skipun sérfræðihóps. 9. febrúar 2016 10:15