Ráðherra harðorður: „Hver þorir í samstarf við Háskóla Íslands?“ Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 18. febrúar 2016 13:09 Frá Laugarvatni. Mynd af vefsíðu Háskóla Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra gagnrýnir Háskóla Íslands harðlega fyrir að láta sér detta það í hug að flytja íþróttakennaranámið frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Nemendur á Laugarvatni vilja halda náminu þar. Framkvæmdastjóri Ungmennafélags Selfoss er sömuleiðis á móti flutningi. Háskólaráð Háskóla Íslands mun taka ákvörðun um það í dag hvort nám á íþrótta og heilsufræði braut Menntavísindasviðs verður lagt niður á Laugarvatni og flutt til Reykjavíkur. Allt bendir til þess að flutningur verði niðurstaðan sé litið til umræðu og skýrslu sem unnin var árið 2015 um sóknarfæri í námi í íþrótta- og heilsufræði við HÍ. Íþróttanám hefur verið á Laugarvatni frá 1932 eða í 84 ár. Fundur ráðsins hófst klukkan 13 og mun væntanlega standa í nokkrar klukkustundir.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eins og sjá má í myndbandi neðst í fréttinni.Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherraVísirRáðherra trúir ekki að flutningur verði niðurstaðan „Ég bara óttast það mjög að námið verði fært til Reykjavíkur,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti í Bláskógabyggð. Það sé mjög slæmt fyrir þjóðfélagið að opinber störf séu flutt af landsbyggðinni til borgarinnar. Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis er mjög ósáttur við Háskóla Íslands. „Það er auðvitað oft á tíðum dýrara að reka stofnanir úti á landi. Ef Háskóli Íslands treystir sér ekki til þess, hvernig ætlar hann að koma inn í framtíðarendurskipulagningu að háskólastiginu á Íslandi? Hver þorir að fara í samstarf við Háskóla Íslands ef allt á að enda í Vatnsmýrinni? Ég trúi ekki að þetta verði niðurstaðan.“Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir.Nemendur stressaðir Átta þúsund fermetrar af byggingum tilheyra skólanum á Laugarvatni og munu þær væntanlega standa tómar fari skólinn. Nemendur skólans vilja halda honum á Laugarvatni. „Það er miklu skemmtilegra hérna. Það er allt til alls, svo náinn hópur,“ segir Svala Kristfríður Eyjólfsdóttir nemi við skólann. Aspurð hvort nemendur hafi áhyggjur segir Svala: „Við erum allavega mjög stressaðar.“ Brynhildur Ólafsdóttir nemi segir námið miklu persónulegra og sömuleiðis ódýrara en ef þau byggju í Reykjavík. „Það er óþægilegt að vera í svona óvissu. Við höfum beðið svo lengi eftir að fá svar. En það vill enginn að þetta fari.“Selfyssingar ósáttirFramkvæmdastjórn Ungmennafélagsins Selfoss gagnrýnir harðlega hugmyndir um flutninginn í tilkynningu til fjölmiðla. Þar segir að íþróttastarf á Selfossi hafi notið góðs af nálægðinni við starfsemi Háskóla Íslands á Suðurlandi en starfsemin sé einn af hornsteinum menntasamfélagsins í landshlutanum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira