Engar forsendur fyrir riftunarmáli Höskuldur Kári Schram skrifar 16. febrúar 2016 18:30 Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson. Borgunarmálið Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Forstjóri Borgunar segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu Landsbankans vegna sölunnar á fyrirtækinu. Þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki vegna málsins og telja að það hafi skaðað trúverðugleika bankans. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, hefur lýst því yfir í fjölmiðlum að bankinn hafi ekki haft upplýsingar um greiðslur til Borgunar vegna yfirtöku Vísa í Ameríku á Vísa í Evrópu. Bankinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna málsins en forsætisráðherra og fjármálaráðherra hafa báðir sagt að hann hafi klúðrar sölunni. Landsbankinn hefur ekki útlokað að höfða riftunarmál ef í ljós kemur að stjórnendur fyrirtækisins hafi leynt upplýsingum. Haukur Oddsson forstjóri Borgunar hafnar í samtali við fréttastofu í dag öllum ásökunum um að upplýsingum hafi verið leynt. Þvert á móti segir hann að bankinn hafi haft aðgang að öllum upplýsingum um málið. Hann segir engar forsendur fyrir riftunarmáli af hálfu bankans vegna sölunnar. Hann segir ennfremur óskiljanlegt að bankinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa að eigin sögn kynnt sér gögn um valréttinn, að Borgun, einn allra leyfishafa, hefði ekki rétt á greiðslum kæmi til þess að valrétturinn yrði nýttur. Þá kallar hann eftir því að Landsbankinn upplýsi um þá fyrirvara sem hann setti vegna sölunnar á Valitor út af umræddum greiðslum. Í svari frá Landsbankanum segir að upplýsingar um fyrirvarann um greiðslur frá Valitor til Landsbankans vegna valréttarins á milli Visa Europe og Visa Inc. sé að finna í svari bankans til Bankasýslu ríkisins frá 11. febrúar 2016. Þar kemur fram að viðbótargreiðslur, sem Landsbankinn kann að fá frá Arion banka vegna valréttarins, svara til 38% af andvirði greiðslna sem berast VISA Ísland (dótturfélag Valitor) að teknu tilliti til skatta, gjalda og kostnaðar sem slíkum greiðslum kann að fylgja. Viðbótargreiðslur lækka í 20% ef, og frá og með þeim tíma sem, Landsbankinn gengur úr viðskiptum við Valitor. Bankasýsla ríkisins og Fjármálaeftirlitið skoða nú málið en þingmenn kölluðu eftir því á Alþingi í dag að yfirstjórn bankans víki. „Dag eftir dag er okkur boðið upp á farsa, farsa í boði Landsbankans og Borgunar. Það er ekki boðlegt hvernig þessir aðilar hegða sér og koma fram. Að mínu viti eiga bæði stjórn og bankastjóri að víkja. Ég tel líka að stjórn Borgunar komist ekki undan því að takast á við sinn þátt málsins. Það má vel vera að þessi gjörningur sé löglegur en hann er algerlega siðlaus,“ sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna. Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokks tók í svipaðan streng. „Málið er núna hins vegar farið að snúast um allt annað og meira en sölu Landsbankans á Borgun. Hún er farin að snúast um traust og trúverðugleika Landsbankans sjálfs. Það þarf að koma í veg fyrir að Landsbankinn verði fyrir tjóni og að virði hans rýrni út af þessu máli. Það þarf einfaldlega að taka þannig til hendi að Alþingi taki þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar og að yfirstjórn Landsbankans víki,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson.
Borgunarmálið Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira