Obama vill skipa nýjan dómara eins fljótt og unnt er Jóhann Óli Eiðsson skrifar 14. febrúar 2016 23:07 Barack Obama vill skipa nýjan hæstaréttardómara sem fyrst. vísir/getty Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas. Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Andlát hæstaréttardómarans Antonin Scalia mun hafa talsverð átök í för með sér í bandarískum stjórnmálum. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur gefið það út að hann ætli sér að skipa nýjan dómara áður en kjörtímabil hans rennur sitt skeið og helst sem fyrst. Sú ákvörðun sætir mikilli andstöðu meðal repúblíkana. Antonin Scalia lést í gær 79 ára að aldri en hann hafði setið sem dómari frá árinu 1986, skipaður af Ronald Reagan. Scalia var einhver ötulasti fylgismaður þess að leggja sömu merkingu í lagaákvæði og lögð var í þau við setningu þeirra. Dómarar við hæstarétt landsins eru níu talsins og sitja ævilangt en þeim er oftar en ekki skipt í fylkingar eftir því hvort forsetinn sem skipaði þá var frjálslyndur eða íhaldssamur. Scalia var einn íhaldssamasti dómari dómstólsins en eftir andlát hans tilheyra jafnmargir dómarar hvorri fylkingu um sig. Líkt og áður hefur komið fram stefnir Barack Obama að því að nefna dómara áður en hann lætur af embætti en gera má því í skóna að eftir skipunina verði frjálslyndir dómarar við réttinn fimm talsins. Forsetaframbjóðendur Repúblíkanaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun hans og þingmenn flokksins hafa gefið út að þeir muni reyna að tefja málið þar til að nýr forseti hefur verið kjörinn. Öldungadeild bandaríska þingsins þarf að samþykkja þann sem hlýtur útnefningu forsetans en sem stendur eiga repúblíkanar 54 sæti í deildinni en demókratar 44. Tveir þingmenn eru óháðir. Það gæti reynst erfitt fyrir Obama að finna kandídat sem fær náð í augum þingsins. Ellefu mánuðir eru þar til eftirmaður Obama tekur við af honum en skipun dómara hefur aldrei tekið lengri tíma en 125 daga. Síðustu skipanir hafa flestar tekið um tvo mánuði en líklegt þykir að öldungadeildin muni taka allan þann tíma sem býðst til að fara yfir tillögu Obama. Maður að nafni Sri Srinivasan hefur nú þegar verið nefndur til sögunnar sem líklegur eftirmaður Scalia. Srinivasan er 48 ára gamall alríkisdómari en hann varð dómari árið 2013. Þá samþykkti öldungadeildin skipan hans með 97 atkvæðum en enginn hreyfði andmælum. Srinivasan er fæddur á Indlandi en fluttist ungur til Bandaríkjanna þegar foreldrum hans bauðst að kenna við háskóla í Kansas.
Tengdar fréttir Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13 Mest lesið „Ég lít það alvarlegum augum og ekki heppilegt í þessu samhengi“ Innlent Krefja þurfi flokkana um endurgreiðslu þó að það þýði gjaldþrot Innlent Svona var framboðsfundur Guðrúnar Hafsteins Innlent Einar geti ekki gert ráð fyrir því að vera áfram borgarstjóri Innlent Flokkur fólksins myndar ekki meirihluta með Sjálfstæðisflokki Innlent „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Innlent Misbýður orðbragð um flugvöllinn Innlent Guðrún fram til formanns: „Við þurfum að finna aftur okkar kjarna“ Innlent Framsókn nær andanum þökk sé óvæntri ákvörðun Innlent „Einar er bara að hugsa um sjálfan sig og engan annan“ Innlent Fleiri fréttir Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa Sjá meira
Umdeildur hæstaréttardómari allur Hart er tekist á um skipan nýs hæstaréttadómara í Bandaríkjunum eftir að hinn umdeildi Antonin Scalia lést í gær. Jón Steinar Gunnlaugsson segir mikinn missi af Scalia, sem hafi verið mikill áhrifavaldur í sínu fagi. 14. febrúar 2016 20:13