Fimm leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag og ber þar helst að nefna sigur Borussia Dortmund, 1-0, á Hannover en leikurinn fór fram í Dortmund. Eina mark leiksins gerði Henrik Mkhitaryan þegar hálftími var eftir af honum.
Bayern Leverkusen vann fínan útisigur á Darmstadt, 2-1, en Darmstadt komst yfir í leiknum á 29. mínútu leiksins þegar Sandro Wagner kom þeim yfir. Leikmenn Dortmund svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik.
Stuttgart vann Herta Berlin, 2-0, með mörkum frá Serey Die og Filip Kostic. Bayern Munchen er sem fyrr í langefsta sæti með 53 stig, 11 stigum á undan Dortmund.
Hér að neðan má sjá úrslit dagsins í Þýskalandi.
Borussia Dortmund 1 - 0 Hannover 96
Darmstadt 1 - 2 Bayer Leverkusen
Stuttgart 2 - 0 Hertha Berlin
Werder Bremen 1 - 1 Hoffenheim
Wolfsburg 2 - 0 Ingolstadt
