Aldrei aftur verkföll Sigurður Oddsson skrifar 11. febrúar 2016 07:00 Þeir sem kalla sig aðila atvinnulífsins voru glaðhlakkalegir á forsíðu Mbl. Nýbúnir að tryggja friðinn til lengri tíma. Lausnin var heldur meiri hækkun en gert var ráð fyrir og hækkun í ár kemur fyrr. Framlag launagreiðanda í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 11,5%, sem þeim reiknast 3,5% hækkun, en barnaskólareikningur segir 43,8% hækkun. Á móti fá atvinnurekendur „lækkun“ tryggingagjalda. Ekki hefur verið kynnt, hversu mikil lækkunin er, en fjármálaráðherra hefur kynnt forystu Samtaka atvinnulífsins (SA) hugmyndir stjórnvalda. Björgólfur, formaður SA, segir gjöldin vera 7,35% og að þau muni lækka um 1,5% á samningstímanum. Þorsteinn frkvstj. SA segir samtökin hafa lagt megináherslu á lækkun tryggingargjaldsins. Fengið loforð hjá stjórnvöldum. Hvað sem það nú þýðir? Þannig er hækkun launa fastnegld niður, en lækkun tryggingagjalds í lausu lofti. Gjald sem fyrri stjórn lagði á til að standa undir atvinnuleysisbótum. Skattur sem í dag er tímaskekkja og SA hefði fyrir löngu átt að fá felldan niður. Í stað þess er hækkun launa 100% sótt til atvinnurekenda, sem nýlega fengu vaxtahækkun frá Seðlabanka. Niðurstaðan er að launahækkunin rennur jafnt frá launagreiðendum sem launþegum til Lífeyrissjóða, sem nú hafa fengið leyfi til að braska með gjaldeyri í útlöndum. Geta haldið áfram að tapa lífeyrinum í útlöndum og sýnt hagnað í krónum. Samningurinn á að tryggja vinnufrið í þrjú ár, sem ber að fagna. Sérstaklega, ef þessir „aðilar“ nýta tímann til að tryggja framtíðarfrið. Því miður eru meiri líkur á að samningurinn verði líkt og stífla, sem safnast í og brestur eftir þrjú ár. Í Sviss eru aldrei verkföll og þannig gæti það verið hér. Ég kynntist svissnesku aðferðinni, sem launþegi í Sviss. Henni er best lýst með fyrstu útborgun á nýju ári. Laun janúar voru hærri en desemberlaun, sem nam verðlagshækkunum (verðbólgu) fyrra árs. Í „umslaginu“ var aðeins meir en nam verðbólguhækkuninni. Ég spurðist fyrir. Skýringin var að mánaðarlaun voru föst allt árið á undan. Þó verðbólga hafi ekki verið mikil var hún reiknuð fyrir hvern mánuð ársins og skilað með fyrstu útborgun launa á nýju ári. Þannig voru launin verðtryggð, þrátt fyrir að ekki þekktist verðtrygging lána, sem býðst t.d. við kaup á íbúð. Alveg öfugt við það sem er hjá okkur. Í Sviss eru líka lífeyrissjóðir. Ekki er skylda að vera í þeim. Ég gekk í lífeyrissjóð, sem ábyrgur maður með konu og barn. Skömmu eftir að ég kom heim fékk ég bréf frá lífeyrissjóðnum, sem spurði: Hvað ætti að gera við sjóðseign mína? Hvort hún skyldi flutt í annan sjóð eða lögð inn á fyrrum launareikning minn? Nokkrum árum seinna fór ég til Sviss. Þá voru fyrrum vinnufélagar mínir að stofna verkfræðistofu. Stofnfé var að stærstum hluta endurgreiðsla frá lífeyrissjóðnum, sem auk þess lánaði þeim til að byrja reksturinn. Íslensk stjórnvöld gætu lært mikið af Svisslendingum, sem aldrei myndu fórna sjálfstæðinu á altari Evrópusambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Þeir sem kalla sig aðila atvinnulífsins voru glaðhlakkalegir á forsíðu Mbl. Nýbúnir að tryggja friðinn til lengri tíma. Lausnin var heldur meiri hækkun en gert var ráð fyrir og hækkun í ár kemur fyrr. Framlag launagreiðanda í lífeyrissjóð hækkar úr 8% í 11,5%, sem þeim reiknast 3,5% hækkun, en barnaskólareikningur segir 43,8% hækkun. Á móti fá atvinnurekendur „lækkun“ tryggingagjalda. Ekki hefur verið kynnt, hversu mikil lækkunin er, en fjármálaráðherra hefur kynnt forystu Samtaka atvinnulífsins (SA) hugmyndir stjórnvalda. Björgólfur, formaður SA, segir gjöldin vera 7,35% og að þau muni lækka um 1,5% á samningstímanum. Þorsteinn frkvstj. SA segir samtökin hafa lagt megináherslu á lækkun tryggingargjaldsins. Fengið loforð hjá stjórnvöldum. Hvað sem það nú þýðir? Þannig er hækkun launa fastnegld niður, en lækkun tryggingagjalds í lausu lofti. Gjald sem fyrri stjórn lagði á til að standa undir atvinnuleysisbótum. Skattur sem í dag er tímaskekkja og SA hefði fyrir löngu átt að fá felldan niður. Í stað þess er hækkun launa 100% sótt til atvinnurekenda, sem nýlega fengu vaxtahækkun frá Seðlabanka. Niðurstaðan er að launahækkunin rennur jafnt frá launagreiðendum sem launþegum til Lífeyrissjóða, sem nú hafa fengið leyfi til að braska með gjaldeyri í útlöndum. Geta haldið áfram að tapa lífeyrinum í útlöndum og sýnt hagnað í krónum. Samningurinn á að tryggja vinnufrið í þrjú ár, sem ber að fagna. Sérstaklega, ef þessir „aðilar“ nýta tímann til að tryggja framtíðarfrið. Því miður eru meiri líkur á að samningurinn verði líkt og stífla, sem safnast í og brestur eftir þrjú ár. Í Sviss eru aldrei verkföll og þannig gæti það verið hér. Ég kynntist svissnesku aðferðinni, sem launþegi í Sviss. Henni er best lýst með fyrstu útborgun á nýju ári. Laun janúar voru hærri en desemberlaun, sem nam verðlagshækkunum (verðbólgu) fyrra árs. Í „umslaginu“ var aðeins meir en nam verðbólguhækkuninni. Ég spurðist fyrir. Skýringin var að mánaðarlaun voru föst allt árið á undan. Þó verðbólga hafi ekki verið mikil var hún reiknuð fyrir hvern mánuð ársins og skilað með fyrstu útborgun launa á nýju ári. Þannig voru launin verðtryggð, þrátt fyrir að ekki þekktist verðtrygging lána, sem býðst t.d. við kaup á íbúð. Alveg öfugt við það sem er hjá okkur. Í Sviss eru líka lífeyrissjóðir. Ekki er skylda að vera í þeim. Ég gekk í lífeyrissjóð, sem ábyrgur maður með konu og barn. Skömmu eftir að ég kom heim fékk ég bréf frá lífeyrissjóðnum, sem spurði: Hvað ætti að gera við sjóðseign mína? Hvort hún skyldi flutt í annan sjóð eða lögð inn á fyrrum launareikning minn? Nokkrum árum seinna fór ég til Sviss. Þá voru fyrrum vinnufélagar mínir að stofna verkfræðistofu. Stofnfé var að stærstum hluta endurgreiðsla frá lífeyrissjóðnum, sem auk þess lánaði þeim til að byrja reksturinn. Íslensk stjórnvöld gætu lært mikið af Svisslendingum, sem aldrei myndu fórna sjálfstæðinu á altari Evrópusambandsins.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar