Um 150 manns fá vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. febrúar 2016 10:34 Búrfellsvirkjun. Vísir/Vilhelm Á síðari hluta ársins 2016 má gera ráð fyrir um 100 starfsmönnum á virkjunarsvæðinu við Búrfellsvirkjun. Til stendur að stækka virkjunina á næstu árum.. Allt árið 2017 og fyrri hluta árs 2018 er gert ráð fyrir allt að 150 starfsmönnum á svæðinu. Heildarfjöldi vinnustunda er áætlaður um 400 þúsund, eða um 2000 mannmánuðir. Þetta kemur fram í svari Ívars Páls Jónssonar, sérfræðings á samskiptasviði Landsvirkjunar, þegar hann er spurður hvað margir fengju vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt framkvæmdaleyfi virkjunarinnar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vor og að þær standi yfir til miðs árs 2018. Ráðgert er að gangsetja stækkunina í aprílmánuði 2018. Þegar stækkunin var kynnt í október var gefið út að áætlaður heildarkostnaður væri 13 til 15 milljarðar króna. Búið er að opna tilboð í tvo stærstu verkþætti framkvæmdarinnar, vél- og rafbúnað og byggingarhluta. Tilboð í byggingarhluta stækkunarinnar voru nokkuð yfir kostnaðaráætlun, en tilboð í vél- og rafbúnað rétt undir kostnaðaráætlun. Verið er að skoða áhrifa þessara tilboðsupphæða á heildarkostnað við verkefnið. Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur fram hjá núverandi stöð. Framhjárennslið er aðallega yfir sumarmánuðina og mun stækkunin því aðeins framleiða orku hluta ársins. Uppsett afl hennar mun hins vegar nýtast allt árið um kring til að auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins. „Um 14 prósent af rennslisorku við Búrfellsstöð, eða sem nemur um 410 GWst, renna að jafnaði ónýtt fram hjá stöðinni á hverju ári. Stækkuð Búrfellsvirkjun mun bæta nýtingu á því rennsli. Er það í samræmi við hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi,“ segir Ívar Páll. Auk þess segir hann að lögð verði áhersla á að mannvirki verði sem minnst áberandi. Mest áberandi mannvirkin verða aðrennslisskurður, frárennslisskurður og inntaksmannvirki virkjunarinnar. „Stöðvarhúsið verður staðsett neðanjarðar í Sámsstaðaklifi. Landsvirkjun mun tryggja aðgengi að útivistarsvæðum í nágrenni Búrfellsstöðvar. Enn fremur er ætlunin að skoða möguleika á að tengja þau svæði við upplýsingamiðstöðvar í Þjórsárdal,“ bætir Ívar Páll við. Áformað er að uppsett afl nýrrar stöðvar verði 100 MW með einni vél, en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári. Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira
Á síðari hluta ársins 2016 má gera ráð fyrir um 100 starfsmönnum á virkjunarsvæðinu við Búrfellsvirkjun. Til stendur að stækka virkjunina á næstu árum.. Allt árið 2017 og fyrri hluta árs 2018 er gert ráð fyrir allt að 150 starfsmönnum á svæðinu. Heildarfjöldi vinnustunda er áætlaður um 400 þúsund, eða um 2000 mannmánuðir. Þetta kemur fram í svari Ívars Páls Jónssonar, sérfræðings á samskiptasviði Landsvirkjunar, þegar hann er spurður hvað margir fengju vinnu við stækkun Búrfellsvirkjunar. Sveitarstjórn Skeiða og Gnúpverjahrepps hefur samþykkt framkvæmdaleyfi virkjunarinnar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í vor og að þær standi yfir til miðs árs 2018. Ráðgert er að gangsetja stækkunina í aprílmánuði 2018. Þegar stækkunin var kynnt í október var gefið út að áætlaður heildarkostnaður væri 13 til 15 milljarðar króna. Búið er að opna tilboð í tvo stærstu verkþætti framkvæmdarinnar, vél- og rafbúnað og byggingarhluta. Tilboð í byggingarhluta stækkunarinnar voru nokkuð yfir kostnaðaráætlun, en tilboð í vél- og rafbúnað rétt undir kostnaðaráætlun. Verið er að skoða áhrifa þessara tilboðsupphæða á heildarkostnað við verkefnið. Stækkunin mun nýta vatn sem í dag rennur fram hjá núverandi stöð. Framhjárennslið er aðallega yfir sumarmánuðina og mun stækkunin því aðeins framleiða orku hluta ársins. Uppsett afl hennar mun hins vegar nýtast allt árið um kring til að auka rekstraröryggi og sveigjanleika raforkukerfisins. „Um 14 prósent af rennslisorku við Búrfellsstöð, eða sem nemur um 410 GWst, renna að jafnaði ónýtt fram hjá stöðinni á hverju ári. Stækkuð Búrfellsvirkjun mun bæta nýtingu á því rennsli. Er það í samræmi við hlutverk fyrirtækisins að hámarka afrakstur af þeim orkulindum sem fyrirtækinu er trúað fyrir með sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi,“ segir Ívar Páll. Auk þess segir hann að lögð verði áhersla á að mannvirki verði sem minnst áberandi. Mest áberandi mannvirkin verða aðrennslisskurður, frárennslisskurður og inntaksmannvirki virkjunarinnar. „Stöðvarhúsið verður staðsett neðanjarðar í Sámsstaðaklifi. Landsvirkjun mun tryggja aðgengi að útivistarsvæðum í nágrenni Búrfellsstöðvar. Enn fremur er ætlunin að skoða möguleika á að tengja þau svæði við upplýsingamiðstöðvar í Þjórsárdal,“ bætir Ívar Páll við. Áformað er að uppsett afl nýrrar stöðvar verði 100 MW með einni vél, en gert er ráð fyrir að síðar verði hægt að stækka stöðina um allt að 40 MW. Með stækkun Búrfellsvirkjunar má auka orkugetu raforkukerfisins um allt að 300 GWst á ári.
Mest lesið Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Lækkanir í Asíu halda áfram Viðskipti erlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Sjá meira