Sofandi Landsbankamenn Stjórnarmaðurinn skrifar 10. febrúar 2016 11:15 Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína. Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Sala Landsbankans á eignarhlut sínum í Borgun hefur verið í brennidepli undanfarið. Í grunninn snýst málið um að Landsbankinn virðist hafa tekið ákvörðun um að selja hlut sinn án þess að taka tillit til valréttar sem Borgun átti í tengslum við samruna Visa Inc. og Visa Europe. Fyrir liggur að greiðslan hleypur á milljörðum og samkvæmt nýlegu verðmati er þriðjungshlutur í Borgun nú metinn á 6 til 8 milljarða sem væri þá þrefalt til fjórfalt það virði sem lagt var til grundvallar þegar Landsbankinn seldi Borgunarhlutinn. Landsbankamenn hafa þurft að sæta mikilli gagnrýni. Ekki síst hefur verið bent á að eðlilegt hefði verið að selja félagið í opnu ferli, enda Landsbankinn í ríkiseigu og mikilvægt að sala eigna sé hafin yfir öll tvímæli. Auðveldast hefði þó verið fyrir Landsbankamenn að vanda almennilega til verka við söluna. Vandi er um að spá hverju sætir en freistandi er að draga þá ályktun að viðlíka klúður hefði ekki komið upp í fyrirtæki í einkaeigu, þar sem glappaskot hitta fólk beint í hjartastað. Staðreyndin er nefnilega sú að fólk fer gjarna talsvert betur með eigið fé en annarra. Landsbankamenn hafa nú gengið svo langt að ásaka forsvarsmenn Borgunar undir rós um að hafa leynt þá gögnum um valréttinn. Ljóst sé að erlend Visakortaumsvif Borgunar (sem eru undirstaða útreiknings greiðslu vegna valréttarins) hafi verið langtum meiri í raun heldur en gert var ráð fyrir í rekstraráætlunum. Forsvarsmenn Borgunar voru snöggir til svars, og bentu á að í tengslum við viðskiptin hefði verið sett upp gagnaherbergi þar sem Landsbankanum, rétt eins og kaupendum, hefði átt að vera í lófa lagið að kynna sér helstu samninga, áætlanir og rekstrarstærðir Borgunar. Það hefði greinilega misfarist hjá Landsbankanum. Við þetta má bæta að Landsbankinn setti sannarlega inn klásúlu um sambærilegan valrétt við söluna á hlut sínum í Valitor til Arion banka. Ekki hefur fengist almennileg skýring á því hvers vegna ekki var talin ástæða til að hafa sams konar orðalag í samningi um Borgun. Vitanlega er ávallt auðvelt að vera vitur eftir á þegar viðskipti eru annars vegar. Til stjórnenda fyrirtækja og ráðgjafa má þó gera þá kröfu að faglega sé staðið að málum og þeir varnaglar slegnir sem eðlilegt getur talist. Í þessu máli kemur tvennt til greina. Annaðhvort vissu fulltrúar Landsbankans betur, eða þeir unnu ekki vinnuna sína.
Borgunarmálið Stjórnarmaðurinn Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira