Eru svört föt verri en önnur föt? Aðalheiður Snæbjarnardóttir skrifar 10. febrúar 2016 11:00 Hvað hugsar þú um þegar þú kaupir föt fyrir þig og fjölskylduna þína? Hvað þau kosta, hvernig þau nýtist, hvort þau muni endast, hvort Jói vaxi strax upp úr þessum buxum, hvort þetta pils sé ennþá í tísku?…? einhvers staðar í þessum hugsunum leynast mögulega aðrar vangaveltur: hver bjó þetta til, ætli þetta hafi verið framleitt af litlum börnum, ætli þetta hafi verið framleitt í Rana Plaza verksmiðjunni sem hrundi í Bangladess? Þessar síðastnefndu hugsanir eru farnar að heyrast oftar og hærra. Talsmenn samfélagsábyrgðar hafa verið duglegir að vekja athygli á hryllilegum aðbúnaði starfsmanna, þrælahaldi bæði á fullorðnum og börnum, spillingu, umhverfismengun o.fl. Sem betur fer eru neytendur sífellt meðvitaðri um að þeir hafa bein áhrif á framleiðendur í gegnum neyslu sína. Fataiðnaðurinn hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki síst vegna vatnssóunar og eiturefnanotkunar við meðhöndlun og litun á fataefnum. Fáar iðngreinar nota jafn mikið vatn auk þess að eiturefni sem notuð eru við litunina berast með menguðu vatni út í vistkerfið í kringum verksmiðjurnar, í húð starfsmanna og í húð neytenda. Hættulegustu eiturefnin eru PPD sem finnst í mestu magni í svörtum fötum og NPE sem Evrópusambandið hefur bannað notkun á en fyrirfinnst samt í flestum fötum sem við kaupum. Það er vegna þess að efnin eru yfirleitt keypt inn frá löndum sem leyfir notkun NPE við litun á efni. Sem betur fer þurfum við ekki að hætta alfarið að ganga í fötum af ótta við þessi eiturefni og önnur. Litaiðnaðurinn er að taka við sér og hefur náð árangri við minnkun vatnsnotkunar við litun efna og verið er að þróa leiðir til að lita efni án vatnsnotkunar með því að þrýsta litnum inn í efnið með miklum þrýstingi. Sú leið dugir þó aðeins á gerviefni en náttúruleg efni svo sem ull og bómull eyðileggjast við meðferðina. Einnig eru framleiðendur að skoða það að stíga aftur til fortíðar og lita efni eingöngu með náttúrulegum hráefnum. Endanleg lausn er ennþá ekki í sjónmáli en við getum kallað eftir úrbótum í gegnum kaupvenjur okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson skrifar Skoðun Nægjusamur nóvember – Að endurstilla neyslumenningu okkar Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Stjórnsýsla eða pólitík? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Misrétti, vonleysi og baráttan við að halda í bjartsýnina Ari Orrason skrifar Sjá meira
Hvað hugsar þú um þegar þú kaupir föt fyrir þig og fjölskylduna þína? Hvað þau kosta, hvernig þau nýtist, hvort þau muni endast, hvort Jói vaxi strax upp úr þessum buxum, hvort þetta pils sé ennþá í tísku?…? einhvers staðar í þessum hugsunum leynast mögulega aðrar vangaveltur: hver bjó þetta til, ætli þetta hafi verið framleitt af litlum börnum, ætli þetta hafi verið framleitt í Rana Plaza verksmiðjunni sem hrundi í Bangladess? Þessar síðastnefndu hugsanir eru farnar að heyrast oftar og hærra. Talsmenn samfélagsábyrgðar hafa verið duglegir að vekja athygli á hryllilegum aðbúnaði starfsmanna, þrælahaldi bæði á fullorðnum og börnum, spillingu, umhverfismengun o.fl. Sem betur fer eru neytendur sífellt meðvitaðri um að þeir hafa bein áhrif á framleiðendur í gegnum neyslu sína. Fataiðnaðurinn hefur sætt mikilli gagnrýni, ekki síst vegna vatnssóunar og eiturefnanotkunar við meðhöndlun og litun á fataefnum. Fáar iðngreinar nota jafn mikið vatn auk þess að eiturefni sem notuð eru við litunina berast með menguðu vatni út í vistkerfið í kringum verksmiðjurnar, í húð starfsmanna og í húð neytenda. Hættulegustu eiturefnin eru PPD sem finnst í mestu magni í svörtum fötum og NPE sem Evrópusambandið hefur bannað notkun á en fyrirfinnst samt í flestum fötum sem við kaupum. Það er vegna þess að efnin eru yfirleitt keypt inn frá löndum sem leyfir notkun NPE við litun á efni. Sem betur fer þurfum við ekki að hætta alfarið að ganga í fötum af ótta við þessi eiturefni og önnur. Litaiðnaðurinn er að taka við sér og hefur náð árangri við minnkun vatnsnotkunar við litun efna og verið er að þróa leiðir til að lita efni án vatnsnotkunar með því að þrýsta litnum inn í efnið með miklum þrýstingi. Sú leið dugir þó aðeins á gerviefni en náttúruleg efni svo sem ull og bómull eyðileggjast við meðferðina. Einnig eru framleiðendur að skoða það að stíga aftur til fortíðar og lita efni eingöngu með náttúrulegum hráefnum. Endanleg lausn er ennþá ekki í sjónmáli en við getum kallað eftir úrbótum í gegnum kaupvenjur okkar.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar