Heims- og Evrópumeistari fékk sænska ríkisfangið sitt með svikum og prettum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2016 21:30 Abeba Aregawi. Vísir/Getty Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína. Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Hin 25 ára gamla Abeba Aregawi hefur verið ein af bestu 1500 metra hlaupurum heimsins undanfarin ár og hún hefur keppt fyrir Svíþjóð frá og með árinu 2013. Svíar ættu því að vera stoltir af sinni konu en það er ekki svo. Í dag er Abeba Aregawi hinsvegar ein af umdeildustu íþróttamönnum sænsku þjóðarinnar og nýjar upplýsingar um búsetu, hjónaband og skattamál hennar hafa kallað fram hneykslun hjá mjög mörgum Svíum. Abeba Aregawi hefur unnið þrenn verðlaun á stórmótum, hún varð heimsmeistari bæði inni (2014) og úti (2013) og vann Evrópumeistaramót innanhúss 2013. Sænska blaðið Expressen hefur fjallað ítarlega um skattamál hennar og nú er komið fram í dagsljósið að Aregawi laug á umsókn sinni um sænskt ríkisfang. Þetta kom fram þegar skattayfirvöld í Svíþjóð tilkynntu að hún þyrfti ekki að greiða skatta í Svíþjóð þar sem að hún hafði aldrei búið í Svíþjóð.Annað kom þó fram í umsókn hennar um sænskt ríkisfang og í viðbót bættist við málamynda hjónaband hennar. „Hún sveik mig," sagði Anders Albertsson, fyrrum framkvæmdastjóri sænska frjálsíþróttasambandsins, við blaðamann Expressen en það var einmitt hann sem hjálpaði máli hennar í gegnum sænska kerfið. Abeba Aregawi giftist hinum sænsk-eþíópíska Henok Weldegebriel árið 2008 og sagðist í umsókn sinni hafa flutt til Svíþjóðar árið eftir giftinguna og verið með lögheimili í Svíþjóð síðan þá. „Ég hitti Ababa á hóteli í Svíþjóð. Þar lét hún mig fá bréf þar sem hún sóttist eftir því að keppa fyrir Svíþjóð. Ég hafði enga ástæðu til að efast um það að hún byggi í Svíþjóð," sagði Albertsson. Expressen hafði áður sagt frá því að hjónaband Abeba Aregawi og Henok Weldegebriel hafi aðeins verið til að hjálpa henni til að fá sænskt ríkisfang. Hún hélt síðan skilnaðinum leyndum fyrir þjálfurum og öðrum í tíu mánuði. Um leið og hún átti að fara borga skatta í Svíþjóð þá flutti hún aftur til Eþíópíu.Sænski blaðamaðurinn Elisabet Höglund er mjög ósátt með stöðu málsins og vill koma í veg fyrir að Abeba Aregawi keppi á HM innanhúss í Portland sem fer fram í mars. „Abeba Aregawi átti aldrei að fá sænskt ríkisfang. Hún vann gull á heimsmeistaramóti fyrir Svíþjóð en hún tilheyrði aldrei Svíþjóð," skrifaði Höglund á bloggsíðu sína.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fleiri fréttir Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum