Erlent

Esben Lunde tekur við embætti umhverfisráðherra Danmerkur

Atli Ísleifsson skrifar
Esben Lunde Larsen.
Esben Lunde Larsen. Mynd/Venstre
Esben Lunde Larsen er nýr umhverfis- og matvælamálaráðherra Danmerkur en hann tekur við embættinu af Eva Kjer Hansen sem sagði af sér um helgina.

Lunde Larsen hefur gegnt embætti mennta- og rannsóknarmálaráðherra að undanförnu en Evrópuþingmaðurinn Ulla Tørnæs tekur nú við því embætti.

Hrókeringarnar í ríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra koma í kjölfar þess að formaður Íhaldsflokksins, eins stuðningsflokka minnihlutastjórnar Venstre, lýsti yfir vantrausti á Kjer Hansen.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Rasmussen að breytingarnar feli í sér að Morten Løkkegaard hætti á danska þinginu og tekur sæti á Evrópuþinginu og að Jakob Engel-Schmidt setjist aftur á þing.

Kører om fem minutter til Amalienborg for kl. 13.00 at fremstille en ny miljø- og fødevareminister og en ny uddannelses-...

Posted by Lars Løkke Rasmussen on Monday, 29 February 2016

Tengdar fréttir

Uppnám innan dönsku stjórnarinnar

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hótaði í gær stjórnarslitum náist ekki sátt um Evu Kjer Hansen sem umhverfis- og matvælaráðherra í minnihlutastjórn Venstre-flokksins. Formenn flokka funduðu síðdegis í gær.

Eva Kjer segir af sér

Minnihlutaríkisstjórn Lars Løkke Rasmussen er því örugg.

Drama í dönskum stjórnmálum

Stjórnarflokkarnir deila um landbúnaðarfrumvarp og kallað var til neyðarfundar minnihlutastjórarnarinnar í gær.

Íhaldsmenn haggast ekki

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra, vill ekki víkja umhverfisráðherra úr starfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×