Erlent

Kona sem gekk um með afskorið barnshöfuð handtekin í Moskvu

Atli Ísleifsson skrifar
Konan var handtekin nærri neðanjarðarlestarstöð í Moskvu.
Konan var handtekin nærri neðanjarðarlestarstöð í Moskvu. Mynd/Twitter
Lögregla í rússnesku höfuðborginni Moskvu hefur handtekið konu vegna gruns um að myrða barn eftir að hún fannst haldandi á afskornu höfði barnsins.

Í frétt BBC segir að talið sé að konan sé barnfóstra barnsins og sé hún grunuð um að myrða barnið áður en hún kveikti í íbúð foreldra þess.

Myndir úr öryggismyndavél sýna konuna klædda í hijab, þar sem hún gengur með höfuð barnsins í fanginu nærri neðanjarðarlestarstöð. Lögreglumaður sést svo lenda í átökum við konuna og halda henni niðri.

Í yfirlýsingu frá rússneskum lögregluyfirvöldum segir að konan hafi við færð á geðdeild þar sem metið verður hvort hún geri sér grein fyrir gjörðum sínum.

Lík barnsins, sem var á fjórða aldurári, fannst svo í íbúðinni sem stendur við Narodnoye Opolcheniye stræti í norðvesturhluta borgarinnar.

Konan er fædd árið 1977 og kemur frá einu ríkjanna í Mið-Asíu. Segir í yfirlýsingunni að hún hafi beðið þess að foreldrar og eldra barn þeirra yfirgáfu íbúðina áður en hún myrti barnið og kveikti í íbúðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×