Verður Rashford eins og Nistelrooy eða Macheda? Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. febrúar 2016 10:30 Marcus Rashford er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum fyrir Manchester United. vísir/getty Marcus Rashford, 18 ára gamall framherji Manchester United, stal fyrirsögnunum annan leikinn í röð þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Varla nokkur maður hafði heyrt um Rashford þegar hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Anthony Martial í Evrópudeildinni gegn Midtjylland á fimmtudagskvöldið en þar skoraði hann einnig tvö mörk og bætti hann 51 árs gamalt met George Best.Sjá einnig:Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Rashford er fjórtándi leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Ekki hafa allir sem afrekuðu það slegið í gegn eins og kemur fram í skemmtilegri samantekt á vefsíðu Sky Sports í dag. Sumir urðu súperstjörnur og goðsagnir hjá liðinu en aðrir eru gleymdir.Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy eru báðir goðsagnir á Old Trafford.vísir/gettyTvær goðsagnir Fyrsti maðurinn sem skoraði í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United var Paul Scholes. Hann kom inn á fyrir Lee Sharpe í leik á móti Ipswich í september 1994 og skoraði. Scholes átti eftir að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og skora 107 mörk næstu tvo áratugina og vinna deildina ellefu sinnum.Sjá einnig:Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy gerði eins og Rashford og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Það gerði hann í fyrstu leikviku árið 2001 eftir að hann var keyptur fyrir 19 milljónir punda frá PSV Eindhoeven. Nistelrooy skoraði tvívegis á móti Fulham og átti eftir að verða einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði í heildina 95 mörk í 150 leikjum og varð Englandsmeistari árið 2003.Federico Macheda hjálpaði United að vinna titilinn 2009 en gerði lítið eftir það.vísir/gettyRisamark en hvað svo? Scholes var vissulega miðjumaður og Nistelrooy framherji sem var búinn að sanna sig í sterkri deild sem og í Meistaradeildinni áður en hann kom til Manchester United. Það dæmi sem er líkast Marcus Rashford er væntanlega Federico Macheda. Macheda kom óvænt inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í apríl 2009 þegar Manchester United var í harðri titilbaráttu og sóttist eftir að vinna deildina þriðja árið í röð. United var að gera 2-2 jafntefli við þá vel mannað lið Aston Villa þegar Ítalinn 18 ára gamli kom inn á og skoraði algjörlega magnað mark eftir snúning í teignum. Markið vann leikinn fyrir United og hjálpaði liðinu að vinna titilinn. Ólíkt Scholes, Nistelrooy, Ole GunnarSolskjær, Gabriel Heinze og Louis Saha sem allir skoruðu í sínum fyrsta leik náði Macheda aldrei að fylgja markinu eftir. Hann fór á lán til Sampdoria, QPR, Doncaster og Birmingham áður en hann var á endanum látinn fara til Cardiff. Nú er bara fyrir stuðningsmenn Manchester United að vona að Marcus Ashford líki eftir ferli Ruud van Nistelrooy frekar en Kiko Macheda. Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15 Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33 Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59 Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Marcus Rashford, 18 ára gamall framherji Manchester United, stal fyrirsögnunum annan leikinn í röð þegar hann skoraði tvö mörk í 3-2 sigri United gegn Arsenal í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Varla nokkur maður hafði heyrt um Rashford þegar hann kom óvænt inn í byrjunarliðið fyrir meiddan Anthony Martial í Evrópudeildinni gegn Midtjylland á fimmtudagskvöldið en þar skoraði hann einnig tvö mörk og bætti hann 51 árs gamalt met George Best.Sjá einnig:Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Rashford er fjórtándi leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar í sínum fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni frá stofnun hennar árið 1992. Ekki hafa allir sem afrekuðu það slegið í gegn eins og kemur fram í skemmtilegri samantekt á vefsíðu Sky Sports í dag. Sumir urðu súperstjörnur og goðsagnir hjá liðinu en aðrir eru gleymdir.Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy eru báðir goðsagnir á Old Trafford.vísir/gettyTvær goðsagnir Fyrsti maðurinn sem skoraði í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik fyrir Manchester United var Paul Scholes. Hann kom inn á fyrir Lee Sharpe í leik á móti Ipswich í september 1994 og skoraði. Scholes átti eftir að spila 499 leiki í úrvalsdeildinni og skora 107 mörk næstu tvo áratugina og vinna deildina ellefu sinnum.Sjá einnig:Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Hollenski markahrókurinn Ruud van Nistelrooy gerði eins og Rashford og skoraði tvö mörk í sínum fyrsta úrvalsdeildarleik. Það gerði hann í fyrstu leikviku árið 2001 eftir að hann var keyptur fyrir 19 milljónir punda frá PSV Eindhoeven. Nistelrooy skoraði tvívegis á móti Fulham og átti eftir að verða einn besti framherji í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði í heildina 95 mörk í 150 leikjum og varð Englandsmeistari árið 2003.Federico Macheda hjálpaði United að vinna titilinn 2009 en gerði lítið eftir það.vísir/gettyRisamark en hvað svo? Scholes var vissulega miðjumaður og Nistelrooy framherji sem var búinn að sanna sig í sterkri deild sem og í Meistaradeildinni áður en hann kom til Manchester United. Það dæmi sem er líkast Marcus Rashford er væntanlega Federico Macheda. Macheda kom óvænt inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik í apríl 2009 þegar Manchester United var í harðri titilbaráttu og sóttist eftir að vinna deildina þriðja árið í röð. United var að gera 2-2 jafntefli við þá vel mannað lið Aston Villa þegar Ítalinn 18 ára gamli kom inn á og skoraði algjörlega magnað mark eftir snúning í teignum. Markið vann leikinn fyrir United og hjálpaði liðinu að vinna titilinn. Ólíkt Scholes, Nistelrooy, Ole GunnarSolskjær, Gabriel Heinze og Louis Saha sem allir skoruðu í sínum fyrsta leik náði Macheda aldrei að fylgja markinu eftir. Hann fór á lán til Sampdoria, QPR, Doncaster og Birmingham áður en hann var á endanum látinn fara til Cardiff. Nú er bara fyrir stuðningsmenn Manchester United að vona að Marcus Ashford líki eftir ferli Ruud van Nistelrooy frekar en Kiko Macheda.
Enski boltinn Tengdar fréttir Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15 Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33 Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00 Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59 Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri Hollenski knattspyrnustjórinn var að vonum í skýjunum með nýjustu stjörnu liðsins, Marcus Rashford, eftir tvö mörk frá honum í 3-2 sigri á Arsenal í dag. 28. febrúar 2016 17:15
Wenger: Fengum of auðveld mörk á okkur Arsene Wenger lofaði baráttuanda sinna manna í Arsenal og er ekki búinn að gefa upp alla von í titilbaráttunni. 28. febrúar 2016 16:33
Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik. 28. febrúar 2016 15:00
Rashford fer í efnafræðipróf á morgun Skoraði tvö fyrir Manchester United gegn Arsenal en fer í skóla í fyrramálið. 28. febrúar 2016 22:59
Rashford hetja Manchester United í ótrúlegum sigri á Arsenal | Sjáðu mörkin Marcus Rashford, ungstirni Manchester United, var hetja liðsins í 3-2 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni en hann skoraði tvö og lagði upp sigurmark Manchester United í leiknum. 28. febrúar 2016 16:00