Hinn átján ára Marcus Rashford er orðin hetja í augum stuðningsmanna Manchester United en þessi átján ára piltur skoraði tvö mörk í 3-2 sigri liðsins á Arsenal í dag.
Sjá einnig: Rashford hetja United í ótrúlegum sigri
Þetta var hans fyrsti deildarleikur með United en þess ber að geta að Rashford skoraði tvö mörk í fyrsta aðalliðsleik hans með United - gegn Mitdjylland á fimmtudagskvöldið.
Sjá einnig: Hver er þessi Rashford?
Rashford var spurður eftir leikinn í dag hvernig hann ætlaði að halda upp á sigurinn í kvöld. Svar hans var einfalt.
„Ég mun ekki fagna í kvöld. Ég er að fara í efnafræðipróf á morgun,“ sagði markaskorarinn ungi.

