Þrennt í gæsluvarðhaldi grunað um peningaþvætti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. febrúar 2016 09:00 Tveir karlmenn og ein kona voru úrskurðuð í gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklum peningaþvætti. Vísir/GVA Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklu misferli með peninga. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Heildarupphæðin sem um ræðir er í kringum 50 milljónir króna og teygir hluti málsins sig út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum Vísis snýr rannsóknin meðal annars að peningaþvætti með millifærslum á milli landa. Í liðinni viku mun ein slík færsla hafa þótt grunsamleg og verið flögguð í bankakerfinu. Í framhaldinu var lögreglu gert viðvart, bankareikningum viðkomandi lokað og fólk boðað til skýrslutöku. Fólkið var svo úrskurðað í gæsluvarðhald á föstudaginn á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þau verða að óbreyttu í einangrun í viku eða fram á fimmtudag.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti.Vísir/GVAVeikar varnir gegn peningaþvætti á ÍslandiÓlafur Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í janúar að Ísland þyrfti að standa sig betur í aðgerðum gegn peningaþvætti. Varnirnar hér á landi væru of litlar. Borist hefðu athugasemdir vegna of veikra varna Íslands frá framkvæmdahópnum Financial Action Task Force.Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum. Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Tveir karlmenn og ein kona voru handtekin og úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald á föstudaginn vegna gruns um aðild að umfangsmiklu misferli með peninga. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi. Heildarupphæðin sem um ræðir er í kringum 50 milljónir króna og teygir hluti málsins sig út fyrir landsteinana. Samkvæmt heimildum Vísis snýr rannsóknin meðal annars að peningaþvætti með millifærslum á milli landa. Í liðinni viku mun ein slík færsla hafa þótt grunsamleg og verið flögguð í bankakerfinu. Í framhaldinu var lögreglu gert viðvart, bankareikningum viðkomandi lokað og fólk boðað til skýrslutöku. Fólkið var svo úrskurðað í gæsluvarðhald á föstudaginn á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þau verða að óbreyttu í einangrun í viku eða fram á fimmtudag.Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari vill bæta úr veikum vörnum gegn peningaþvætti.Vísir/GVAVeikar varnir gegn peningaþvætti á ÍslandiÓlafur Þór sagði í viðtali í Fréttablaðinu í janúar að Ísland þyrfti að standa sig betur í aðgerðum gegn peningaþvætti. Varnirnar hér á landi væru of litlar. Borist hefðu athugasemdir vegna of veikra varna Íslands frá framkvæmdahópnum Financial Action Task Force.Hvað er peningaþvætti?Þegar einstaklingur eða lögaðili tekur við eða aflar sér eða öðrum ávinnings með broti sem er refsivert samkvæmt almennum hegningarlögum eða öðrum lögum. Hér er einnig átt við það þegar einstaklingur eða lögaðili umbreytir slíkum ávinningi, flytur hann, sendir, geymir, aðstoðar við afhendingu hans, leynir honum eða upplýsingum um uppruna hans, eðli, staðsetningu, ráðstöfun eða flutning ávinnings eða stuðlar á annan sambærilegan hátt að því að tryggja öðrum ávinning af slíkum refsiverðum brotum.
Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira