Enski boltinn

Van Gaal: Þetta er ástæðan afhverju þú gefur ungum leikmönnum tækifæri

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Rashford í baráttunni við Koscielny í dag.
Rashford í baráttunni við Koscielny í dag. Vísir/getty
„Hann hefur sérstaka hæfileika. Það er oft þannig með yngri leikmenn að þeir ná sér ekki jafn vel á strik í leiknum á eftir fyrsta leiknum,“ sagði Louis Van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, aðspurður út í nýjasta ungstirni liðsins.

Rashford skaust fram á stóra sviðið með tveimur mörkum gegn Mitdjylland á fimmtudaginn en hann endurtók leikinn í dag gegn Arsenal.

„Þetta er ástæðan fyrir því að maður gefur ungum leikmönnum tækifæri. Þegar þú ert með of mikið af góðum leikmönnum þá geturu ekki gefið yngri leikmönnum þau tækifæri sem þeir þurfa. Hann sýndi hvað hann hefur fram á að færa í dag.“

Van Gaal hrósaði leikmönnum liðsins fyrir frammistöðuna í dag gegn einu af toppliðum deildarinnar.

„Frammistaðan var góð og úrslitin eftir því. Það er frábært að geta spilað svona vel gegn einu af toppliðum deildarinnar. Við breyttum aðeins til og færðum okkur aftar í seinni hálfleik og að mínu mati var þetta verðskuldað.“

Van Gaal sparaði ekki stóru orðin þegar hann var spurður út í eftirminnilegar frumraunir leikmanna á borð við þessa frammistöðu hjá Rashford.

„Þetta minnir mig á margar skemmtilegar stundir. Ég man eftir því þegar Kluivert fyrsta mark sitt sem var sigurmarkið í Ofurbikarnum og eftir fyrstu mörkunum hjá Xavi og Thomas Müller.“


Tengdar fréttir

Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin

Marcus Rashford er búinn að skora tvívegis gegn Arsenal í fyrri hálfleik en með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu Manchester United sem skorar tvö mörk í sama deildarleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×