Enski boltinn

Hver er þessi Rashford? | Sjáðu öll mörkin

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marcus Rashford skaust fram á sjónarsviðið á fimmtudaginn þegar hann skoraði tvö af fimm mörkum Manchester United í 5-1 sigri á Midtjylland.

Þessi átján ára táningur er nú búinn að skora tvö mörk í leik Manchester United og Arsenal þegar þetta er skrifað en Manchester United leiðir 2-1 í hálfleik.

Með því varð hann yngsti leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar tvö mörk í sama deildarleik og skaust með því upp fyrir leikmenn á borð við Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Ryan Giggs.

Rashford gekk til liðs við unglingarlið Manchester United sumarið 2014 eftir að hafa leikið með unglingarliðum Fletcher Moss framan af.

Er hann ekki eini leikmaðurinn úr akedemíu Fletcher Moss sem hefur leikið með Manchester United en Wes Brown, Danny Welbeck og Ravel Morrison léku allir um tíma með Fletcher Moss áður en þeir gengu til liðs við Manchester United.

Manchester-liðin tvö kepptust um hann sumarið 2014 og fylgdust Liverpool og Everton einnig með gangi mála og höfðu samband við forráðamenn Rashford en hann ákvað að skrifa undir hjá Manchester United.

Rashford hafði tvisvar verið valinn í leikmannahóp Manchester United á þessu tímabili fyrir leikinn gegn Nordsjaelland en hann sat á bekknum gegn Watford og Leicester fyrr á tímabilinu.

Fyrra mark Rashford í dag: Seinna markið gegn Midtjylland: Fyrra markið gegn Midtjylland:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×