Menn hafa vikið fyrir minna en mistökin í Aserta-málinu Heimir Már Pétursson skrifar 28. febrúar 2016 13:35 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem stóðu að málsókn gegn fólki í Aserta„málinu og fleiri skyldum málum skuldi þeim einstaklingum sem voru ákærðir að minnsta kosti afsökunarbeiðni. Þá þurfi að svara því hvers vegna Seðlabankinn tryggði ekki betur lagastoð fyrir aðgerðum sínum í þessum málum. Í janúar árið 2010 var boðað til blaðamannafundar sem á sér fá fordæmi á Íslandi þar sem greint var frá ákærum á fjóra nafngreinda einstaklinga í fyrirtækinu Aserta fyrir stórfelld gjaldeyrismisferli. Ekki var dæmt í málinu fyrr en í Héraðsdómi Reykjaness í desember árið 2014 þar sem allir sakborningar voru sýknaðir.Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ákæruvaldið tók sér síðan 14 mánuði til að ákveða hvort áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar og ákvað svo á föstudag í síðustu viku að gera það ekki. Þá höfðu þessir fjórmenningar haft stöðu grunaðra manna í sex ár. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi allan þennan málatilbúnað harðlega í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er náttúrlega ótrúlega dapurt í fyrsta lagi að fulltrúar frá Seðlabanka, Ríkissaksóknara og Fjármálaeftirlitinu skuli boða til fundar með þeim hætti sem þá var gert. Þá sagði forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnnar Andersen, að fundurinn ætti að hafa fælingarmátt. Þar eru nánast nafngreindir þeir einstaklingar sem hlut áttu að máli hjá Aserta fyrirtækinu. En málatilbúnaðurinn allur er byggður á reglum um gjaldeyrismál frá Seðlabankanum sem ekki höfðu lögskilið samþykki ráðherra,” sagði Ragnheiður.Sjá einnig: Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Nú hafi þrjú samskonar mál fallið vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki aflað sér nauðsynlegs samþykktar ráðherra á þeim reglum sem sótt var til saka eftir. Þeir sem komu að málunum hafi síðan nánast ekkert tjáð sig um þessi mistök og þess vegna sé því ósvarað hvernig svona lagað geti gerst í þrígang. „Og hvað kallar það á? Kallar það á að öll þessi fyrirtæki, allir þessir einstaklingar, fari í skaðabótamál og við hvern þá? Þeir færu í skaðabótamál við ríkið. Því allt eru þetta ríkisstofnanir,“ segir Ragnheiður. Hún kalli eftir ábyrgð í þessu máli; í það minnsta að þeir sem voru ákærðir í þessum málum verði beðnir afsökunar. Ertu að kalla eftir því að fólk segi af sér, víki,“ spurði Sigurjón M. Egilsson. „Menn hafa nú vikið fyrir minna,“ svaraði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Samtalið má heyra hér að ofan. Tengdar fréttir Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11 Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þeir sem stóðu að málsókn gegn fólki í Aserta„málinu og fleiri skyldum málum skuldi þeim einstaklingum sem voru ákærðir að minnsta kosti afsökunarbeiðni. Þá þurfi að svara því hvers vegna Seðlabankinn tryggði ekki betur lagastoð fyrir aðgerðum sínum í þessum málum. Í janúar árið 2010 var boðað til blaðamannafundar sem á sér fá fordæmi á Íslandi þar sem greint var frá ákærum á fjóra nafngreinda einstaklinga í fyrirtækinu Aserta fyrir stórfelld gjaldeyrismisferli. Ekki var dæmt í málinu fyrr en í Héraðsdómi Reykjaness í desember árið 2014 þar sem allir sakborningar voru sýknaðir.Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ákæruvaldið tók sér síðan 14 mánuði til að ákveða hvort áfrýja ætti málinu til Hæstaréttar og ákvað svo á föstudag í síðustu viku að gera það ekki. Þá höfðu þessir fjórmenningar haft stöðu grunaðra manna í sex ár. Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýndi allan þennan málatilbúnað harðlega í þættinum á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Það er náttúrlega ótrúlega dapurt í fyrsta lagi að fulltrúar frá Seðlabanka, Ríkissaksóknara og Fjármálaeftirlitinu skuli boða til fundar með þeim hætti sem þá var gert. Þá sagði forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, Gunnnar Andersen, að fundurinn ætti að hafa fælingarmátt. Þar eru nánast nafngreindir þeir einstaklingar sem hlut áttu að máli hjá Aserta fyrirtækinu. En málatilbúnaðurinn allur er byggður á reglum um gjaldeyrismál frá Seðlabankanum sem ekki höfðu lögskilið samþykki ráðherra,” sagði Ragnheiður.Sjá einnig: Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Nú hafi þrjú samskonar mál fallið vegna þess að Seðlabankinn hefði ekki aflað sér nauðsynlegs samþykktar ráðherra á þeim reglum sem sótt var til saka eftir. Þeir sem komu að málunum hafi síðan nánast ekkert tjáð sig um þessi mistök og þess vegna sé því ósvarað hvernig svona lagað geti gerst í þrígang. „Og hvað kallar það á? Kallar það á að öll þessi fyrirtæki, allir þessir einstaklingar, fari í skaðabótamál og við hvern þá? Þeir færu í skaðabótamál við ríkið. Því allt eru þetta ríkisstofnanir,“ segir Ragnheiður. Hún kalli eftir ábyrgð í þessu máli; í það minnsta að þeir sem voru ákærðir í þessum málum verði beðnir afsökunar. Ertu að kalla eftir því að fólk segi af sér, víki,“ spurði Sigurjón M. Egilsson. „Menn hafa nú vikið fyrir minna,“ svaraði Ragnheiður Ríkharðsdóttir. Samtalið má heyra hér að ofan.
Tengdar fréttir Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11 Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Sjá meira
Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu „Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað,“ segir þingmaður Sjálfstæðisflokksins. 24. febrúar 2016 16:11
Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30