Ragnheiður spyr hver ætli að axla ábyrgð á Aserta-málinu Bjarki Ármannsson skrifar 24. febrúar 2016 16:11 Ragnheiður gerði Aserta-málið umdeilda að umtalsefni sínu á þingi í dag. Vísir/GVA „Hver ætlar að axla ábyrgð á málatilbúnaði af þessu tagi? Er það Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og ríkissaksóknari? Eða hver ætlar að axla ábyrgð og sýna borgurum í landinu að svona er ekki farið með fólk?“ Svo spurði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og barði í borðið undir lok umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Ragnheiður vísaði þar til Aserta-málsins svokallaða, en á mánudag var greint frá þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að falla frá áfrýjun þess umdeilda máls. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Einn verjandi í málinu sagði í gær að augljóst væri að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Ragnheiður sagði málareksturinn hafa kostað mennina bæði mannorðið og fjármuni þann tíma sem það var rekið. „Virðulegur forseti, nú hafa fjórir ungir menn setið undir því í sex ár að ákveðið var að höfða mál á hendur þeim á grundvelli reglna um gjaldeyrismál sem höfðu ekki lögsamþykki ráðherra,“ sagði Ragnheiður meðal annars í ræðu sinni. „Þeir eru nafngreindir fyrir sex árum og nú er málinu vísað frá eftir að þeir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað og réttur brotinn á einstaklingum.“ Tengdar fréttir Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
„Hver ætlar að axla ábyrgð á málatilbúnaði af þessu tagi? Er það Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið og ríkissaksóknari? Eða hver ætlar að axla ábyrgð og sýna borgurum í landinu að svona er ekki farið með fólk?“ Svo spurði Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og barði í borðið undir lok umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Ragnheiður vísaði þar til Aserta-málsins svokallaða, en á mánudag var greint frá þeirri ákvörðun ríkissaksóknara að falla frá áfrýjun þess umdeilda máls. Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, Fjármálaeftirlitið og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans blésu til blaðamannafundar hinn 29. janúar 2010 þar sem greint var frá því að fjórir Íslendingar væru grunaðir um brot á gjaldeyrislögum vegna viðskipta sænska félagsins Aserta AB. Eftir fimm ár í réttarkerfinu voru sakborningarnir málinu sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness í fyrra og tók ríkissaksóknari strax ákvörðun um áfrýjun dómsins til Hæstaréttar. Það var svo fyrir helgi sem fallið var frá áfrýjun málsins. Einn verjandi í málinu sagði í gær að augljóst væri að ríkissaksóknari hafi áfrýjað að mjög vanhugsuðu máli og haldið lífi í málinu að tilefnislausu. Ragnheiður sagði málareksturinn hafa kostað mennina bæði mannorðið og fjármuni þann tíma sem það var rekið. „Virðulegur forseti, nú hafa fjórir ungir menn setið undir því í sex ár að ákveðið var að höfða mál á hendur þeim á grundvelli reglna um gjaldeyrismál sem höfðu ekki lögsamþykki ráðherra,“ sagði Ragnheiður meðal annars í ræðu sinni. „Þeir eru nafngreindir fyrir sex árum og nú er málinu vísað frá eftir að þeir höfðu verið sýknaðir í héraðsdómi. Það er algjörlega ljóst að í þessu máli var farið rangt af stað og réttur brotinn á einstaklingum.“
Tengdar fréttir Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30 Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30 Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15 Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Aserta-málið: „Framlengt um 14 mánuði algjörlega að óþörfu“ Arnar Þór Stefánsson, verjandi Ólafs Sigmundssonar, segir það greinilegt að áfrýjun ríkissaksóknara á sýknudómi Héraðsdóms Reykjaness til Hæstaréttar hafi verið vanhugsuð en fallið var frá áfrýjuninni fyrir helgi. 22. febrúar 2016 21:30
Saksóknari segir seinagang skýrast af manneklu og fjárskorti Verjandi í Aserta máli telur að embætti ríkissaksóknara hafi haldið lífi í málinu af tilefnislausu með því að bíða í fjórtán mánuði með að falla frá áfrýjun. 23. febrúar 2016 21:30
Sex ára martröð Aserta-manna lokið Ríkissaksóknari hefur fallið frá því að áfrýja Aserta-málinu til Hæstaréttar. 22. febrúar 2016 15:15
Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“ Fallið var frá áfrýjun Aserta-málsins í gær. 24. febrúar 2016 10:30