Menning

Hylla Mozart í Bústaðakirkju

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá æfingu.
Frá æfingu. Vísir/Ernir
Wolfgang Amadeus Mozart verður hylltur í Bústaðakirkju á morgun, en í ár hefði hann orðið 260 ára gamall. Kór Bústaðakirkju ásamt Jónasi Þóri organista, Antonia Hevesí píanóleikari, Matthías Stefánsson fiðluleikari  munu flytja valdar perlur Mozart og sérstakir gestir verða félagar úr Frímúrarakórnum.

Samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni verða fluttar aríur, kórverk og ýmis tónlist eftir Mozart.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 á morgun og er miðaverð tvö þúsund krónur. Yfirskrift tónleikanna er WAMozart – 260 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×