Erlent

Minnst tugur látinn eftir árás á hótel í Mogadishu

Jóhann Óli EIÐSSON skrifar
Talið er að minnst tugur sé látinn.
Talið er að minnst tugur sé látinn. vísir/epa
Vígamenn al-Shabab samtakanna réðust í kvöld inn á hótel í Mogadishu höfuðborg Sómalíu. Þetta kemur fram í skeyti sem samtökin sendu BBC. Talið er að minnst tíu séu látnir. Al-Shabab tengjast al-Kaída og eru starfrækt í Sómalíu.

Mennirnir sprengdu bílasprengju fyrir utan Somali Youth League hótelið áður en þeir réðust inn. Önnur sprengja sprakk við vinsælan grasagarð í borginni en talið er að allt að tólf hafi látist í henni.

Þetta er önnur árásin á tveimur dögum en í gær var gerð árás á forsetahöllina með sprengjuvörpu. Þrír létust í henni. Algengt er að árásir séu gerðar á föstudögum í landinu en þar í landi er miðað við að ný vika hefjist á föstudegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×