Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Gianni Infantino er nýr forseti FIFA. Vísir/Getty Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X
Fótbolti Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira