Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Gianni Infantino er nýr forseti FIFA. Vísir/Getty Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira
Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X
Fótbolti Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Sjá meira