Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Gianni Infantino er nýr forseti FIFA. Vísir/Getty Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X Fótbolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X
Fótbolti Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira