Geir um Infantino: Fyllist mikilli von Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. febrúar 2016 06:00 Gianni Infantino er nýr forseti FIFA. Vísir/Getty Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X Fótbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira
Svisslendingurinn Gianni Infantino var í gær kjörinn nýr forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, eftir að hafa fengið meirihluta atkvæða í annarri umferð kjörsins. Infantino var með nauma forystu á Sjeik Salman, forseta Knattspyrnusambands Asíu, eftir fyrstu umferðina.Sjá einnig: Infantino kjörinn forseti FIFA Infantino tekur við starfinu af Sepp Blatter, öðrum Svisslendingi, sem sagði af sér í skugga þeirra spillingarmála sem gegnsýrt hafa alþjóðaknattspyrnuhreyfinguna síðastliðin ár. Blatter hafði gegnt embætti sínu frá 1998 en hefur verið dæmdur í sex ára bann frá afskiptum frá knattspyrnu. Infantino hefði líklega aldrei boðið sig fram ef Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, hefði ekki hlotið sama dóm og Blatter. Infantino var framkvæmdastjóri UEFA og því hægri hönd Platini þar.Sigur fyrir fótboltann Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, lýsti yfir stuðningi við Infantino í samtali við Fréttablaðið í síðasta mánuði og var augljóslega létt þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gær. „Þetta var sigur fyrir fótboltann,“ sagði hann. „Sá maður er vandfundinn sem er betur inni í öllum þeim málum sem snerta fótboltann og hann getur strax byrjað að láta til sín taka. Hann þekkir leiðina áfram.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/GettyUmbæturnar ekki síður mikilvægar Fyrr um daginn voru róttækar umbætur samþykktar á þinginu sem eiga að miða að því að endurreisa traust gagnvart FIFA eftir þá erfiðleika sem dunið hafa á sambandinu síðustu ár vegna víðtækra spillingarmála fyrirmanna í knattspyrnuheiminum. „Að þessar breytingar hafi verið samþykktar var ekki síður mikilvægt en kjör Infantino. Hann er svo rétti maðurinn til að hrinda þeim í framkvæmd og koma FIFA í réttan farveg á ný.“Sjá einnig: Infantino: Setjum knattspyrnuna í forgrunn Geir segir að Infantino sé rétti maðurinn til að vera í forgrunni fyrir knattspyrnuhreyfinguna. „Hann er mikill tungumálamaður, getur talað við alla og kemur afar vel fram. Það fer mjög gott orð af honum eftir störf hans hjá UEFA. Hann er mjög þægilegur í viðmóti, er ekki uppskrúfaður og þekktur sem heiðarlegur og ábyggilegur. Hann er sannur fulltrúi fótboltans.“ Meðal þess sem ný lög kveða á um er að nýtt svokallað FIFA-ráð mun koma í stað framkvæmdastjórnar sambandsins og að forseti geti ekki setið lengur í embætti en í þrjú kjörtímabil. En Geir telur að Infantino sé hárrétti maðurinn til að koma breytingunum sem voru samþykktar í gær í framkvæmd. „Ég fyllist mikilli von og er viss um að FIFA komist fljótt aftur í réttan farveg.“ X
Fótbolti Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Sjá meira