Hefur ekki áhyggjur af "shaken-baby“ máli Þórdís Valsdóttir skrifar 27. febrúar 2016 07:00 Sigurður Guðmundsson var árið 2001 sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða drengs. Á síðasta ári úrskurðaði Endurupptökunefnd að dómurinn skyldi falla úr gildi og málið tekið upp að nýju. Vísir/ernir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að dómur Hæstaréttar um að Endurupptökunefnd geti ekki fellt úr gildi eldri dóma breyti engu varðandi mál sem nefndin hefur kveðið á um að taka skuli upp að nýju. Í júní 2015 var samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar, skjólstæðings Sveins Andra, um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann árið 2001. Nefndin úrskurðaði að eldri dómur Hæstaréttar skyldi felldur úr gildi. Mikið var fjallað um mál Sigurðar í fjölmiðlum en drengurinn sem lést var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans. Sigurður hlaut átján mánaða dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í ár. Hann barðist fyrir endurupptöku í fjölda ára. Beiðni Sigurðar um endurupptöku byggði að miklu leyti á nýjum gögnum sem haft hefðu mikil áhrif á niðurstöðu málsins.Sveinn Andri Sveinsson. Fréttablaðið/GVA„Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag segir dómurinn einfaldlega að þeir séu ekki að kveða upp nýjan dóm í málinu vegna þess að Endurupptökunefndin hafði ekki heimild til að ógilda gamla dóminn þannig að hann stendur og þess vegna er málinu vísað frá,“ segir Sveinn Andri og bætir við að hann telji að það sama yrði uppi á teningnum með mál Sigurðar. „Ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að gögnin sem lögð voru til grundvallar endurupptökunni myndu valda því að sýkna bæri manninn þá myndi dómurinn kveða upp sýknudóm í málinu. Ef dómurinn teldi á hinn bóginn að gögnin hefðu ekki dugað til að sýkna, þá yrði málinu einfaldlega vísað frá og fyrri dómur Hæstaréttar myndi standa,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að verkefni Endurupptökunefndar séu öll í uppnámi eftir dóm Hæstaréttar. Sveinn Andri er ósammála því og segir að ákvörðun Endurupptökunefndar í máli Sigurðar, um að taka skuli mál upp að nýju, standi alveg sjálfstæð. „Ég sé þetta ekki sem neitt vandamál fyrir mitt mál. Þrátt fyrir að Endurupptökunefndin hafi ógilt dóminn þá er Hæstiréttur í raun einungis að segja að sú athöfn að mæla fyrir um endurupptöku máls sé stjórnsýsluathöfn, og það getur nefndin alveg gert,“ segir Sveinn Andri. Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að dómur Hæstaréttar um að Endurupptökunefnd geti ekki fellt úr gildi eldri dóma breyti engu varðandi mál sem nefndin hefur kveðið á um að taka skuli upp að nýju. Í júní 2015 var samþykkt beiðni Sigurðar Guðmundssonar, skjólstæðings Sveins Andra, um endurupptöku máls þar sem hann var sakfelldur fyrir að hafa valdið dauða níu mánaða gamals drengs með því að hrista hann árið 2001. Nefndin úrskurðaði að eldri dómur Hæstaréttar skyldi felldur úr gildi. Mikið var fjallað um mál Sigurðar í fjölmiðlum en drengurinn sem lést var í daggæslu hjá Sigurði og þáverandi eiginkonu hans. Sigurður hlaut átján mánaða dóm í Hæstarétti og sat í fangelsi í ár. Hann barðist fyrir endurupptöku í fjölda ára. Beiðni Sigurðar um endurupptöku byggði að miklu leyti á nýjum gögnum sem haft hefðu mikil áhrif á niðurstöðu málsins.Sveinn Andri Sveinsson. Fréttablaðið/GVA„Í dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag segir dómurinn einfaldlega að þeir séu ekki að kveða upp nýjan dóm í málinu vegna þess að Endurupptökunefndin hafði ekki heimild til að ógilda gamla dóminn þannig að hann stendur og þess vegna er málinu vísað frá,“ segir Sveinn Andri og bætir við að hann telji að það sama yrði uppi á teningnum með mál Sigurðar. „Ef Hæstiréttur kæmist að þeirri niðurstöðu að gögnin sem lögð voru til grundvallar endurupptökunni myndu valda því að sýkna bæri manninn þá myndi dómurinn kveða upp sýknudóm í málinu. Ef dómurinn teldi á hinn bóginn að gögnin hefðu ekki dugað til að sýkna, þá yrði málinu einfaldlega vísað frá og fyrri dómur Hæstaréttar myndi standa,“ segir Sveinn Andri. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari telur að verkefni Endurupptökunefndar séu öll í uppnámi eftir dóm Hæstaréttar. Sveinn Andri er ósammála því og segir að ákvörðun Endurupptökunefndar í máli Sigurðar, um að taka skuli mál upp að nýju, standi alveg sjálfstæð. „Ég sé þetta ekki sem neitt vandamál fyrir mitt mál. Þrátt fyrir að Endurupptökunefndin hafi ógilt dóminn þá er Hæstiréttur í raun einungis að segja að sú athöfn að mæla fyrir um endurupptöku máls sé stjórnsýsluathöfn, og það getur nefndin alveg gert,“ segir Sveinn Andri.
Mest lesið Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Fleiri fréttir Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Sjá meira