Viðskipti innlent

Ekkert fékkst greitt upp í 94 milljóna gjaldþrot Laundromat

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Veitingahúsið er enn rekið undir sama nafni af nýjum eigendum.
Veitingahúsið er enn rekið undir sama nafni af nýjum eigendum. Vísir/Pjetur
Engar eignir fundust í þrotabúi félagsins X1050 ehf., áður Laundromat Reykjavík ehf, en gjaldþrotaskiptum var lokið í gær, 25. febrúar. Alls voru kröfur upp á rúmlega 94 milljónir í búið en ekkert fékkst greitt upp í þær. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Laundromat Reykjavík ehf. var úrskurðað gjaldþrota í árslok 2014 en kaffihúsið og veitingastaðurinn hefur verið rekinn með sama nafni af nýjum aðilum síðan.

Laundromat opnaði á Íslandi í mars 2011 en fyrir voru þrír Laundromat staðir reknir í Danmörku.


Tengdar fréttir

Norðmenn stela Laundromat-hugmynd Frikka

„Litasamsetningarnar og áferðin eru til að mynda eins og það er alveg augljóst hvaðan þeir fengu hugmyndina. Mér finnst samt undarlegast að þeir skyldu ekki finna norska heitið á þvottakaffihúsi og nefna það eftir því,“ segir Friðrik Weisshappel, eigandi tveggja Laundromat Café-staða í Kaupmannahöfn. Hann hefur fengið óvænta samkeppni í kaffihúsabransanum því fyrir fimm mánuðum var opnað Café Laundromat á besta stað í Ósló. Miðað við heimasíðu norska staðarins, laundromat.no, er augljóst hvaðan fyrirmyndin er komin.

Kaffihús sérsniðin að þörfum barna nýjasta æðið

Hugmyndin fæddist í móðurkviði en Lára Guðrún Jóhönnudóttir lét ekki þar við sitja heldur bretti upp ermar og opnaði kaffihús með stóru leiksvæði. Eftir margra ára bið foreldra hafa á einum vetri tvö barnvæn kaffihús sprottið upp og tvö til eru í burðarliðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×