Marsspá Siggu Kling – Sporðdreki: Þolinmæðin mun leysa vandamálin 26. febrúar 2016 09:00 Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira
Hjartans góði sporðdrekinn minn. Mikið ertu nú búinn að vera duglegur, dálítið þreyttur og pínulítið ringlaður líka en fyrst og fremst duglegur. Dugnaður er sterkasti krafturinn þinn í gegnum marsmánuð og þú þarft að vera í eins miklu jafnvægi og þú getur í öllum þessum dugnaði. Það er svo mikilvægt að sofa, hvíla sig, vakna hægt og rólega og vera eins mikið heima og þú getur, fyrir utan vinnu, eða skóla eða annað sem þú þarft að vera að brasa í þessum blessaða mánuði sem þú ert að hefja. Þolinmæði þín er að skila þér góðri útkomu. Og alveg sama hvaða vandamál eru í kringum þig núna þá er það þolinmæðin sem mun leysa þau fyrir þig. Þú ert hrókur alls fagnaðar og fólkið þitt elskar þig en þú hefur áhyggjur af því að aðrir dæmi þig út af þessu eða hinu og þess vegna er mottóið þitt í þessum mánuði: Það er bannað að dæma. Þeir sem dæma aðra eru með lítið sjálfstraust og alls ekki skemmtilega fólkið. Þú munt sýna öðrum hvað þú ert sterkur andlega með því að halda bara áfram sama hvað á móti blæs, því það er bara hraðahindrun og þú þarft aðeins að hægja á þér til þess að komast klakklaust yfir. Þú þarft að beina ástríðu þinni núna í nákvæmlega það sem þú vilt. Þú ert búinn að vera hugsa of mikið út og suður og finnast eins og þú þurfir að vera allstaðar og allt í öllu en einbeittu þér að einu í einu. Ef þú ert á lausu hjartað mitt þá skaltu vita það að ástin kemur á hárréttum tíma og þegar ástin kemur þá veistu hvað er rétt. Þú munt finna að þú verður alveg pollrólegur og öruggur með allt í kringum þig. Það er nefnilega ekki ást þegar að fæturnir kikna undan þér og þú færð illt í magann. Það er hræðsla. Í ástinni þarft þú að hafa besta vin sem maka því þú ert svo mikill bardagamaður að annað hæfir þér ekki. Þú ert að fara inn í farsælt tímabil með fjölskyldu þinni og viska þín mun gefa þér öryggi og skapa þér meiri vináttu. Ef það er búið að vera einhver deyfð yfir þér þá ert þú á rangri leið. Þú þarft að sjá hvað það er sem gerir þig hamingjusaman og þá færðu kraftinn til að finna réttu leiðina.Frægir sporðdrekar: Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Sjá meira