Ferðamenn fá kennslustund í íslenskum sundsiðareglum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. febrúar 2016 20:29 Ný herferð frá Inspired by Iceland leggur áherslu á að kenna ferðamönnum hvernig rétt sé að haga sér á Íslandi. Mynd/Skjáskot Erlendir ferðamenn fá leiðbeiningar um það hvernig rétt sé að þrífa sig áður en gengið er til sundlauga hér í landi í nýju myndbandi frá markaðsátakinu Inspired by Iceland. Myndbandið er hluti af nýrri herferð sem nefnist Iceland Academy. Það er Guðmundur, siðameistari sundferða, sem fer yfir sundferðir á Íslandi. Minnir hann á gagnsemi vísunnar Höfuð, herðar, hné og tær þegar kemur að því að muna eftir þeim svæðum sem nauðsynlegt er að þrífa áður en að farið er í sund, allt með aðstoð kviknakins hjálparkokks. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, er hluti af nýrri herferð Inspired by Iceland sem ætlað er að fræða ferðamenn um Ísland en ásamt sundferðamyndbandinu voru einnig gefin út þrjú önnur myndbönd. Hafa myndböndin vakið nokkra athygli ytra og fjallar bandaríski vefmiðilinn Mashable um þau í dag. Í umfjöllun vefsins segir að myndbandaherferðin snúist meira um að kynna ferðamönnum fyrir hvernig ferðast megi á Íslandi á öruggan hátt, fremur en að þeim sé ætlað að fjölga ferðamönnum líkt og fyrri herferðir Inspired by Iceland. Í öðru myndbandinu er farið yfir mikilvægi þess að keyra ekki utanvegar, ganga utan stíga eða byggja vörður. Þriðja myndbandið fer yfir möguleikana í vetraríþróttum á Íslandi og það fjórða leggur áherslu á hvað þurfi að hafa í huga ætli ferðamenn að ganga á fjöllum og lögð er áhersla á það að fara ekki á jökla án leiðsögumanna sem þekki vel til. Myndböndin má sjá hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Inspired by Iceland í Bankastræti Verslunin var áður í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. september 2015 10:56 Áfangastaðurinn Ísland kynntur með nýrri mannlegri leitarvél Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. 28. apríl 2015 14:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Erlendir ferðamenn fá leiðbeiningar um það hvernig rétt sé að þrífa sig áður en gengið er til sundlauga hér í landi í nýju myndbandi frá markaðsátakinu Inspired by Iceland. Myndbandið er hluti af nýrri herferð sem nefnist Iceland Academy. Það er Guðmundur, siðameistari sundferða, sem fer yfir sundferðir á Íslandi. Minnir hann á gagnsemi vísunnar Höfuð, herðar, hné og tær þegar kemur að því að muna eftir þeim svæðum sem nauðsynlegt er að þrífa áður en að farið er í sund, allt með aðstoð kviknakins hjálparkokks. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, er hluti af nýrri herferð Inspired by Iceland sem ætlað er að fræða ferðamenn um Ísland en ásamt sundferðamyndbandinu voru einnig gefin út þrjú önnur myndbönd. Hafa myndböndin vakið nokkra athygli ytra og fjallar bandaríski vefmiðilinn Mashable um þau í dag. Í umfjöllun vefsins segir að myndbandaherferðin snúist meira um að kynna ferðamönnum fyrir hvernig ferðast megi á Íslandi á öruggan hátt, fremur en að þeim sé ætlað að fjölga ferðamönnum líkt og fyrri herferðir Inspired by Iceland. Í öðru myndbandinu er farið yfir mikilvægi þess að keyra ekki utanvegar, ganga utan stíga eða byggja vörður. Þriðja myndbandið fer yfir möguleikana í vetraríþróttum á Íslandi og það fjórða leggur áherslu á hvað þurfi að hafa í huga ætli ferðamenn að ganga á fjöllum og lögð er áhersla á það að fara ekki á jökla án leiðsögumanna sem þekki vel til. Myndböndin má sjá hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Inspired by Iceland í Bankastræti Verslunin var áður í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. september 2015 10:56 Áfangastaðurinn Ísland kynntur með nýrri mannlegri leitarvél Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. 28. apríl 2015 14:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27
Inspired by Iceland í Bankastræti Verslunin var áður í flugstöð Leifs Eiríkssonar. 26. september 2015 10:56
Áfangastaðurinn Ísland kynntur með nýrri mannlegri leitarvél Nýr áfangi markaðsverkefnisins Ísland - allt árið hefst í dag en þetta kemur fram í tilkynningu frá íslandsstofu. 28. apríl 2015 14:41