Stjórnmálavísir: „Eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 25. febrúar 2016 21:00 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að flokkurinn þurfi að útkljá hvernig hann fer sjálfur með völd, í nýjasta þætti Stjórnmálavísis. Vaxtarverkir hafa fylgt mikill og hraðri stækkun flokksins að undanförnu en síðustu daga hefur verið tekist á á opinberum vettvangi um grunnskipulag flokksins og hverjir mega tala í nafni hans. Sjálfur hefur Helgi Hrafn velt því upp að búa til formannsembætti.Valdið hefur safnast saman „Ég er með heldur óákveðnar hugmyndir um hvernig eigi að leysa þetta og þær eru bara hugmyndir og þær eru bara til umræðu. Ég hef ekkert lagt neitt formlega fram og vil ekkert leggja neitt formlega fram fyrr en við erum búin að ræða undirliggjandi vandamál sem ég hef séð og ég tel mjög stórt vandamál og við einhvern veginn ekki hafa horfst í augu við og þurfum að horfast í augu við er að það eitt að hafa ekki formann leysir ekki vandamálið sem við vorum að reyna að leysa með því að hafa ekki formann,“ segir hann. „Við erum á móti leiðtogadýrkun, við viljum ekki leiðtogadýrkun, við viljum valddreifingu og við viljum ekki að vald safnist á einstaka hendur. Það er eitt af markmiðunum með að hafa engan formann. En það sem ég hef séð er að valdið safnast bara samt á ákveðnar hendur en bara ekki út frá lýðræðislegum reglum heldur frekar út frá starfsaldri eða reynslu eða bara athygli fjölmiðla eða tímabundinna vinsælda eða hvernig sem það er,“ segir hann. Helgi segir að sér finnist það vond leið til að ákvarða hvar valdið liggur. Vandinn hverfi ekki við það að hafa engan titlaðan formann í hreyfingunni en það sé heldur ekki sjálfkrafa lausn eða skipa einhvern í það hlutverk. Flokkurinn þarf að takast á við málið „Ég vildi varpa þessu fram svona þannig að fólk færi að ræða um þetta og kannski fær aðrar hugmyndir í staðinn; kannski öðruvísi stöðu eða einhverjar reglur. Það finnst mér að flokkurinn þurfi að ræða og átta sig á vegna þess að við erum flokkur sem miðar að því að valdefna grasrót og almenning og einstaklinga og þá þurfum við að hafa algjörlega á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald,“ segir Helgi Hrafn sem telur að flokkurinn hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Mér finnst það hafa klikkað svolítið hjá okkur, við það að vera svona stór þá finnst mér við hafa misst sjónar af því hvernig við ætlum að hafa aðhald með okkur sjálfum; kjörnum fulltrúum sérstaklega eða fólki sem lendir í stöðum til að hafa meiri áhrif en aðrir meðlimir. Ég hef meiri áhrif heldur en aðrir meðlimir, Birgitta hefur meiri áhrif en aðrir meðlimir og Ásta líka. Það er ekkert hægt að líta fram hjá því og við þurfum að setja einhver viðmið, mörk, reglur, kannski stöðu, til að setja form á það til þess að það sé hægt að eiga við það ef það ef eitthvað fer úrskeiðis og hlutir fara úrskeiðis,“ segir hann. Helgi Hrafn segist hafa fengið þá hugmynd að búa til embætti sem gæti hugsanlega beint fyrirspurnum og athygli að þeim aðila innan flokksins sem best væri til þess fallinn að svara fyrir þau mál sem væru til umræðu hverju sinni. „Sem dæmi ef hringt er í mig út af sjávarútvegsstefnu þá er ætlast til að ég svari því og ég get það alveg af því ég hef kynnt mér hana en það væri auðvitað best að spyrja þann sem veit mest um hana og getur best útskýrt hana. Það er ekki endilega kjörinn fulltrúi. Gæti verið kjörinn fulltrúi en ekkert endilega,“ segir hann. „Annað er að hafa það sem reglu að formaður megi ekki vera hluti af þingflokki. Það býr til nokkru vandamál eins og gagnvart aðstoðarmaður þingsins. Það er bara formaður flokks sem fær aðstoðarmann hjá þinginu, mjög skrýtin regla en þannig er það. þannig að það yrði svolítið flókið en það er eitt sem mér dettur í hug. Mér þætti það í rauninni lýðræðislegra,“ segir hann en þannig sér hann fyrir sér að völdin myndu ekki safnast saman hjá þingflokknum. „Þetta eru allt bara hugmyndir og það mega allir vera ósammála mér og Píratar eru ósammála mér um þetta, almennt. Ég hugsa að meirihluti Pírata sé ósammála mér um þetta, enn sem komið er. en við þurfum að ræða þetta,“ segir hann.Vaxtarverkir vegna síðustu mánaða Helgi Hrafn viðurkennir að umræðan og átökin sem eru núna í gangi séu hluti af vaxtarverkjum sem hrjá flokkinn. „Já já, þetta er hluti af þeim held ég. Það að vera pínulítill flokkur sem telur einhverja tugi og kannski eitthvað yfir hundrað virka meðlimi, þrjá þingmenn og fimm til tíu prósent fylgi er svo margt sem hægt er að útkljá manna á millum, í spjalli, og það veldur endum raunverulegum ágreiningi og togstreitu […] en þegar maður er kominn í einhver þrjátíu og eitthvað prósent þá erum við farin að tala fyrir svo ofboðslega stóran hóp af fólki sem er með ólík sjónarmið, ólíka sýn á hvernig við eigum að nálgast markmiðin, sem þó eru enn þá öll sameiginleg eftir því sem ég fæ best sé,“ segir hann. „Ég sé ekkert ósætti um markmiðin, heldur ósætti um hvernig eigi að komast þangað og innri ferla. En við svona mikla stækkun þá reynir mjög á það fyrirkomulag og þá innviði sem eru til staðar og virka kannski ágætlega fyrir mjög lítinn hóp. Þetta er eitthvað sem mér finnst við þurfa að takast á við með því að setja eitthvað form í kringum það hvernig kjörnir fulltrúar fara með vald sitt,“ segir Helgi Hrafn. Hann telur þó ekki þörf á grundvallarbreytingum á uppsetningu, eða strúktúr, flokksins. „Ég vil enn þá hafa flata strúktúr, mig langar ekkert að hafa formann. Mér finnst við bara þurfa að horfast í augu við það að formannsleysið hefur ekki leyst vandamálið sem við vorum að reyna að leysa, sem er það að það er hætta á valdasöfnun og miðstýringu. Viljandi eða ekki er hætta á því,“ segir hann. „Sú hætta er til staðar og það hefur komið fyrir hjá okkur að mínu mati, atriði sem mig langar ekki að ræða kannski í efnisatriðum í fjölmiðlum alla vegna þess að mig langar að það sé á einhverjum yfirvegaði vettvangi, eða svona vettvangi þar sem það er ekki ein hlið, bara mín skoðun og engra annarra,“ segir þingmaðurinn. „Við þurfum að horfast í augu við vandamálið ef við ætlum að fara með vald af ábyrgð því það er undirliggjandi grundvöllur Pírata, að valdi þurfi að fylgja ábyrgð á því valdi. Meðhöndlun valds er rosalega rótgróið hugtak í því sem við erum að fjalla um. Við viljum valddreifingu, við viljum ekki að vald safnist saman, við viljum ekki leiðtogaræði og viljum helst ekki leiðtoga yfir höfuð. Það er rosalega mikilvægt að við séum alveg meðvituð um vandamálin sem eru til staðar innan okkar hreyfingar ef við ætlum að fara vel með vald.“Verkefnin eru í þinginu ekki ríkisstjórn En sérðu þá ekki flokkinn tilbúinn að taka það vald sem fylgir ríkisstjórn. „Ég er með svolítið róttæka skoðun á þessu sem ég veit að margir eru mér ósammála um og það er að okkar verkefni snúi fyrst og fremst að þinginu. Auðvitað kæmum við okkar markmiðum betur í gegn með því að vera í ríkisstjórn en ég lít svo á að okkar aðal markmið séu á þinginu,“ segir hann en segir að sennilega séu fæstir sammála sér um það. „Hvað varðar hvernig við komum saman ríkisstjórn er bara ekki eitthvað sem við höfum útkljáð enn þá, burt séð frá þessari stöðu. En hvernig myndum við setja í ríkisstjórn, hvernig myndum við ákveða það? Yrði það sá sem væri með lengstan starfsaldur? Yrði það sem væri með mestu reynsluna? Við þurfum að útkljá þetta.“ Helgi Hrafn segist þó ekki hafa áhyggjur af því hvort flokkurinn sé tilbúinn í ríkisstjórn á þessum tímapunkti. „Mín reynsla af þessu starfi, ég vona að þetta sé ekki of pólitískt svar, er að þegar maður lendir í þessum aðstæðum þá er maður tilbúinn þegar maður kemst á þann stað. Svo lengi sem maður er heiðarlegur gagnvart því sem maður ræður við og hvað ekki og hvernig maður tekst á við áskoranir sem koma upp,“ segir hann. „Ég ég velti fyrir mér ef þú hefðir spurt er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn að vera í ríkisstjórn ári fyrir kosningar, kannski, kannski ekki, ég veit það ekki. Og ég átta mig ekki heldur alveg á því hvernig nákvæmlega menn ættu að fara að því að meta þetta á einhverjum svona tímapunkti, það er meira ár í kosningar. Þetta er eitt af þeim innviðahlutum sem við þurfum að finna út úr,“ segir Helgi Hrafn. „Skiptir það máli hvort við værum reiðubúin í ríkisstjórn akkúrat í dag? Skiptir ekki meira máli að við séum reiðubúin þegar að því gæti komið? Mér finnst það. En þá er líka eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald og það er það sem ég er að benda á, við þurfum að hafa þetta á hreinu, við þurfum að útkljá hvernig við ætlum sjálf að fara með vald og ég hef fulla trú á því að við getum það, athugaðu. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af þessari spurningu núna en það eru ekki kosningar á morgun og ríkisstjórn verður ekki mynduð daginn eftir það,“ segir hann. Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35 Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að flokkurinn þurfi að útkljá hvernig hann fer sjálfur með völd, í nýjasta þætti Stjórnmálavísis. Vaxtarverkir hafa fylgt mikill og hraðri stækkun flokksins að undanförnu en síðustu daga hefur verið tekist á á opinberum vettvangi um grunnskipulag flokksins og hverjir mega tala í nafni hans. Sjálfur hefur Helgi Hrafn velt því upp að búa til formannsembætti.Valdið hefur safnast saman „Ég er með heldur óákveðnar hugmyndir um hvernig eigi að leysa þetta og þær eru bara hugmyndir og þær eru bara til umræðu. Ég hef ekkert lagt neitt formlega fram og vil ekkert leggja neitt formlega fram fyrr en við erum búin að ræða undirliggjandi vandamál sem ég hef séð og ég tel mjög stórt vandamál og við einhvern veginn ekki hafa horfst í augu við og þurfum að horfast í augu við er að það eitt að hafa ekki formann leysir ekki vandamálið sem við vorum að reyna að leysa með því að hafa ekki formann,“ segir hann. „Við erum á móti leiðtogadýrkun, við viljum ekki leiðtogadýrkun, við viljum valddreifingu og við viljum ekki að vald safnist á einstaka hendur. Það er eitt af markmiðunum með að hafa engan formann. En það sem ég hef séð er að valdið safnast bara samt á ákveðnar hendur en bara ekki út frá lýðræðislegum reglum heldur frekar út frá starfsaldri eða reynslu eða bara athygli fjölmiðla eða tímabundinna vinsælda eða hvernig sem það er,“ segir hann. Helgi segir að sér finnist það vond leið til að ákvarða hvar valdið liggur. Vandinn hverfi ekki við það að hafa engan titlaðan formann í hreyfingunni en það sé heldur ekki sjálfkrafa lausn eða skipa einhvern í það hlutverk. Flokkurinn þarf að takast á við málið „Ég vildi varpa þessu fram svona þannig að fólk færi að ræða um þetta og kannski fær aðrar hugmyndir í staðinn; kannski öðruvísi stöðu eða einhverjar reglur. Það finnst mér að flokkurinn þurfi að ræða og átta sig á vegna þess að við erum flokkur sem miðar að því að valdefna grasrót og almenning og einstaklinga og þá þurfum við að hafa algjörlega á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald,“ segir Helgi Hrafn sem telur að flokkurinn hafi ekki staðið sig sem skyldi. „Mér finnst það hafa klikkað svolítið hjá okkur, við það að vera svona stór þá finnst mér við hafa misst sjónar af því hvernig við ætlum að hafa aðhald með okkur sjálfum; kjörnum fulltrúum sérstaklega eða fólki sem lendir í stöðum til að hafa meiri áhrif en aðrir meðlimir. Ég hef meiri áhrif heldur en aðrir meðlimir, Birgitta hefur meiri áhrif en aðrir meðlimir og Ásta líka. Það er ekkert hægt að líta fram hjá því og við þurfum að setja einhver viðmið, mörk, reglur, kannski stöðu, til að setja form á það til þess að það sé hægt að eiga við það ef það ef eitthvað fer úrskeiðis og hlutir fara úrskeiðis,“ segir hann. Helgi Hrafn segist hafa fengið þá hugmynd að búa til embætti sem gæti hugsanlega beint fyrirspurnum og athygli að þeim aðila innan flokksins sem best væri til þess fallinn að svara fyrir þau mál sem væru til umræðu hverju sinni. „Sem dæmi ef hringt er í mig út af sjávarútvegsstefnu þá er ætlast til að ég svari því og ég get það alveg af því ég hef kynnt mér hana en það væri auðvitað best að spyrja þann sem veit mest um hana og getur best útskýrt hana. Það er ekki endilega kjörinn fulltrúi. Gæti verið kjörinn fulltrúi en ekkert endilega,“ segir hann. „Annað er að hafa það sem reglu að formaður megi ekki vera hluti af þingflokki. Það býr til nokkru vandamál eins og gagnvart aðstoðarmaður þingsins. Það er bara formaður flokks sem fær aðstoðarmann hjá þinginu, mjög skrýtin regla en þannig er það. þannig að það yrði svolítið flókið en það er eitt sem mér dettur í hug. Mér þætti það í rauninni lýðræðislegra,“ segir hann en þannig sér hann fyrir sér að völdin myndu ekki safnast saman hjá þingflokknum. „Þetta eru allt bara hugmyndir og það mega allir vera ósammála mér og Píratar eru ósammála mér um þetta, almennt. Ég hugsa að meirihluti Pírata sé ósammála mér um þetta, enn sem komið er. en við þurfum að ræða þetta,“ segir hann.Vaxtarverkir vegna síðustu mánaða Helgi Hrafn viðurkennir að umræðan og átökin sem eru núna í gangi séu hluti af vaxtarverkjum sem hrjá flokkinn. „Já já, þetta er hluti af þeim held ég. Það að vera pínulítill flokkur sem telur einhverja tugi og kannski eitthvað yfir hundrað virka meðlimi, þrjá þingmenn og fimm til tíu prósent fylgi er svo margt sem hægt er að útkljá manna á millum, í spjalli, og það veldur endum raunverulegum ágreiningi og togstreitu […] en þegar maður er kominn í einhver þrjátíu og eitthvað prósent þá erum við farin að tala fyrir svo ofboðslega stóran hóp af fólki sem er með ólík sjónarmið, ólíka sýn á hvernig við eigum að nálgast markmiðin, sem þó eru enn þá öll sameiginleg eftir því sem ég fæ best sé,“ segir hann. „Ég sé ekkert ósætti um markmiðin, heldur ósætti um hvernig eigi að komast þangað og innri ferla. En við svona mikla stækkun þá reynir mjög á það fyrirkomulag og þá innviði sem eru til staðar og virka kannski ágætlega fyrir mjög lítinn hóp. Þetta er eitthvað sem mér finnst við þurfa að takast á við með því að setja eitthvað form í kringum það hvernig kjörnir fulltrúar fara með vald sitt,“ segir Helgi Hrafn. Hann telur þó ekki þörf á grundvallarbreytingum á uppsetningu, eða strúktúr, flokksins. „Ég vil enn þá hafa flata strúktúr, mig langar ekkert að hafa formann. Mér finnst við bara þurfa að horfast í augu við það að formannsleysið hefur ekki leyst vandamálið sem við vorum að reyna að leysa, sem er það að það er hætta á valdasöfnun og miðstýringu. Viljandi eða ekki er hætta á því,“ segir hann. „Sú hætta er til staðar og það hefur komið fyrir hjá okkur að mínu mati, atriði sem mig langar ekki að ræða kannski í efnisatriðum í fjölmiðlum alla vegna þess að mig langar að það sé á einhverjum yfirvegaði vettvangi, eða svona vettvangi þar sem það er ekki ein hlið, bara mín skoðun og engra annarra,“ segir þingmaðurinn. „Við þurfum að horfast í augu við vandamálið ef við ætlum að fara með vald af ábyrgð því það er undirliggjandi grundvöllur Pírata, að valdi þurfi að fylgja ábyrgð á því valdi. Meðhöndlun valds er rosalega rótgróið hugtak í því sem við erum að fjalla um. Við viljum valddreifingu, við viljum ekki að vald safnist saman, við viljum ekki leiðtogaræði og viljum helst ekki leiðtoga yfir höfuð. Það er rosalega mikilvægt að við séum alveg meðvituð um vandamálin sem eru til staðar innan okkar hreyfingar ef við ætlum að fara vel með vald.“Verkefnin eru í þinginu ekki ríkisstjórn En sérðu þá ekki flokkinn tilbúinn að taka það vald sem fylgir ríkisstjórn. „Ég er með svolítið róttæka skoðun á þessu sem ég veit að margir eru mér ósammála um og það er að okkar verkefni snúi fyrst og fremst að þinginu. Auðvitað kæmum við okkar markmiðum betur í gegn með því að vera í ríkisstjórn en ég lít svo á að okkar aðal markmið séu á þinginu,“ segir hann en segir að sennilega séu fæstir sammála sér um það. „Hvað varðar hvernig við komum saman ríkisstjórn er bara ekki eitthvað sem við höfum útkljáð enn þá, burt séð frá þessari stöðu. En hvernig myndum við setja í ríkisstjórn, hvernig myndum við ákveða það? Yrði það sá sem væri með lengstan starfsaldur? Yrði það sem væri með mestu reynsluna? Við þurfum að útkljá þetta.“ Helgi Hrafn segist þó ekki hafa áhyggjur af því hvort flokkurinn sé tilbúinn í ríkisstjórn á þessum tímapunkti. „Mín reynsla af þessu starfi, ég vona að þetta sé ekki of pólitískt svar, er að þegar maður lendir í þessum aðstæðum þá er maður tilbúinn þegar maður kemst á þann stað. Svo lengi sem maður er heiðarlegur gagnvart því sem maður ræður við og hvað ekki og hvernig maður tekst á við áskoranir sem koma upp,“ segir hann. „Ég ég velti fyrir mér ef þú hefðir spurt er Framsóknarflokkurinn reiðubúinn að vera í ríkisstjórn ári fyrir kosningar, kannski, kannski ekki, ég veit það ekki. Og ég átta mig ekki heldur alveg á því hvernig nákvæmlega menn ættu að fara að því að meta þetta á einhverjum svona tímapunkti, það er meira ár í kosningar. Þetta er eitt af þeim innviðahlutum sem við þurfum að finna út úr,“ segir Helgi Hrafn. „Skiptir það máli hvort við værum reiðubúin í ríkisstjórn akkúrat í dag? Skiptir ekki meira máli að við séum reiðubúin þegar að því gæti komið? Mér finnst það. En þá er líka eins gott að við séum með á hreinu hvernig við ætlum sjálf að fara með vald og það er það sem ég er að benda á, við þurfum að hafa þetta á hreinu, við þurfum að útkljá hvernig við ætlum sjálf að fara með vald og ég hef fulla trú á því að við getum það, athugaðu. Þess vegna hef ég engar áhyggjur af þessari spurningu núna en það eru ekki kosningar á morgun og ríkisstjórn verður ekki mynduð daginn eftir það,“ segir hann.
Stjórnmálavísir Tengdar fréttir Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35 Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25 Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05 Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Stjórnmálavísir: „Armslengd þýðir ekki ábyrgðarleysi“ Árni Páll Árnason vill búa til ábyrgðarkúltúr í kringum sölu ríkiseigna. Hann er gestur Stjórnmálavísis þessa vikuna. 28. janúar 2016 19:35
Stjórnmálavísir: „Ég hef áhyggjur af Rússum“ Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður utanríkismálanefndar, ræðir um viðskiptaþvinganir gagnvart Rússlandi í fyrsta þættinum af Stjórnmálavísi. 21. janúar 2016 20:25
Stjórnmálavísir: Óttast að aukin umsvif hersins í Keflavík sé aðeins upphafið Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona Vinstri grænna, vill umræðu um veru Íslands í NATO og aukin umsvif bandaríska hersins í Keflavík. 11. febrúar 2016 21:05
Stjórnmálavísir: „Við höfum augljóslega áhyggjur“ Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir Framsóknarþingmenn langeyga eftir frumvarpi um afnám verðtryggingar. 4. febrúar 2016 20:28