CCP skilar methagnaði Sæunn Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2016 14:29 Hilmar Veigar Pétursson segir Gunjack mest selda sýndarveruleikaleikinn frá upphafi. Vísir/Anton Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa. Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Árið 2015 var metár í hagnaði tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hagnaður ársins nam 2,7 milljörðum króna, samanborið við tap upp á 8,7 milljarða króna árið áður. Um er að ræða rúmlega ellefu milljarða króna viðsnúning í rekstri félagsins. EBITDA hagnaður ársins nam 4,1 milljarði króna, samanborið við 1,3 milljarð milljarða árið 2014. Í lok árs nam handbært fé 7,3 milljörðum króna. Heildareignir í árslok námu 10,4 milljörðum róna. Eigið fé nam 4,6 milljörðum króna í árslok og eigið fjárhlutfall var 44 prósent. „Við gripum til aðgerða í rauninni árið 2014 sem bjuggu til grunninn af þessum árangri sem er að nást núna. Þá straumlínuðum fyrirtækið og endurskipulögðum miðað við nýjan raunveruleika sem snerist mikið um EVE online og sýndarveruleikann. Þessar breytingar hafa skilað þessum árangri árið 2015,“ segir Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, í samtali við Vísi. „Við sjáum fyrir okkur að halda þessu áfram, sérstaklega þegar þessi sýndarveruleikatækni er að komast meira á markað þetta árið. Þó það muni taka nokkur ár fyrir þá tækni að ná sínu tækifæri fyllilega. Þetta er eins og með alla aðra tækni, þær taka alltaf lengri tíma en maður heldur,“ segir Hilmar Veigar.Gunjack mest seldi sýndarveruleikaleikurinn frá upphafiSýndarveruleikaleikurinn Gunjack kom út í nóvember síðastliðnum og hefur að sögn Hilmars Veigars gengið mjög vel. „Gunjack er nú mest seldi sýndarveruleikaleikur frá upphafi tíma, hann er efstur á sölulistunum. Svo var Samsung að tilkynna að Gunjack muni fylgja ókeypis með símum af gerðinni Galaxy S7 og S7 Edge sem pantaðir eru í forsölu. Það eru auðvitað stórfréttir,“ segir Hilmar Veigar. Næsta verkefni CCP, leikurinn EVE Valkyrie, kemur út með Oculus Rift þann 28. mars næstkomandi, og fyrir PlayStation VR á fyrri helming þessa árs. Valkyrie mun líkt og Gunjack fylgja Oculus Rift tækjunum sjálfkrafa.
Tengdar fréttir Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00 Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51 Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08 Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00 CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57 Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00 Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Stærsta fjárfesting í sögu CCP Tölvuleikjaframleiðandinn CCP fékk á dögunum fjárfestingu upp á fjóra milljarða dollara. 13. nóvember 2015 07:00
Zuckerberg naut þess að spila Gunjack frá CCP Stofnandi Facebook fagnar útkomu nýrra sýndarveruleikagleraugna með því að spila íslenskan tölvuleik. 23. nóvember 2015 10:51
Sýndarveruleiki CCP fylgir með símum frá Samsung EVE:Gunjack er meðal þeirra leikja sem mun fylgja nýjustu símum frá símarisanum Samsung. 23. febrúar 2016 20:08
Fjárfest fyrir sex milljarða í sprotafyrirtækjum Á síðasta ársfjórðungi árið 2015 var fjárfest í íslenskum sprotafyrirtækjum fyrir sem nemur sex milljörðum króna. Þetta kemur fram í samantekt fréttavefsins Norðurskautsins. Níu fjárfestingar voru á fjórðungnum. 9. janúar 2016 06:00
CCP gefur út fyrsta sýndarveruleikaleik fyrirtækisins Gunjack er gerður fyrir Samsung Gear VR búnaðinn. 20. nóvember 2015 10:57
Fjárfestar leggja fjóra milljarða í CCP Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfsson og einn stærsti framtakssjóður heims munu leggja nýtt hlutafé í CCP. 12. nóvember 2015 16:00