Erlent

Íhaldsmenn haggast ekki

Samúel Karl Ólason skrifar
Eva Kjer Hansen, umhverfisráðherra Danmerkur.
Eva Kjer Hansen, umhverfisráðherra Danmerkur. Vísir/AFP
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, segist ekki vilja víkja Evu Kjer Hansen, umhverfisráðherra, úr starfi. Né væri það heillandi að kalla til kosninga á ný. Þingmenn Íhaldsflokksins ætla ekki að gefa eftir og vilja að Hansen víki. Stuðningur flokksins er gífurlega mikilvægur fyrir minnihlutaríkisstjórn Venstre.

Þingmenn Íhaldsflokksins eru sex, en þeir segjast ekki ætla að semja þar sem þeir hafi misst allt traust á umhverfisráðherranum. Kosið verður um vantraust í næstu viku og þingmennirnir ætla sér að styðja þá tillögu.

Vantrauststillagan er til komin vegna deilna um frumvarp Evu Kjer, sem talið er fegra losun gróðurhúsalofttegunda í landbúnaði Danmerkur. Hún er sökuð um að byggja frumvarp sitt á áætlunum og gögnum frá Bændasamtökum Danmerkur, nánast óbreytt.

Sjá einnig: Drama í dönskum stjórnmálum.

Samkvæmt Dr.dk er Hansen nú stödd í Sádi-Arabíu en ætlar að slíta ferð sinni og fljúga aftur til Danmerkur. Rasmussen 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×