Viðskipti innlent

Markús Máni ósáttur við „innistæðulausar afsakanir“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Frá aðalmeðferð málsins í nóvember 2014.
Frá aðalmeðferð málsins í nóvember 2014. vísir/gva
Umboðsmaður Alþingis gaf ríkissaksóknara tvær vikur til þess að skýra út fyrir verjendum í Aserta-málinu svokallaða um hvenær gögn málsins myndu berast, eftir að sakborningar leituðu til embættisins og kröfðust svara. Ríkissaksóknari féll frá málinu sléttum tveimur vikum síðar.

Sjá einnig:Seinagangurinn skýrist af manneklu og fjárskorti

Sakborningarnir, þeir Karl Löve Jóhannsson, Gísli Reynisson, Markús Máni Michaelsson Maute og Ólafur Sigmundsson, sendu umboðsmanni Alþingis erindið í febrúar og fengu svar hinn 9. febrúar síðastliðinn. Verjandi Markúsar Mána, Arnar Þór Stefánsson, hafði þá farið fram á svör frá ríkissaksóknara, enda málið eitt það elsta á skrá Hæstaréttar yfir áfrýjuð mál. Hann sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ljóst sé að málinu hafi verið áfrýjað af mjög vanhugsuðu máli og að haldið hafi verið lífi í því að tilefnislausu.

Markús Máni birti afrit af svari umboðsmanns auk tölvupósta verjanda síns á Facebook, þar sem hann gaf lítið fyrir svör saksóknara, sem sagði seinaganginn skýrast af manneklu og fjárskorti.

Mig langar að gefa ykkur dæmi um hve innistæðulausar afsakanirnar voru hjá Helga Magnúsi Gunnarrsyni vararíkissaksóknara...

Posted by Markús Máni M. Maute on 24. febrúar 2016
Málið á rætur sínar að rekja til janúar 2010 þegar greint var frá umfangsmiklum rannsóknum efnahagsbrotadeildar lögreglu í samvinnu við Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann á blaðamannafundi.  Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir stórfelld brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti en þeir áttu að hafa nýtt sér tvöfalt gengi íslensku krónunnar og farið þannig á svig við gjaldeyrishöft. Þeir neituðu alltaf sök.

Ríkissaksóknari tók ákvörðun um áfrýjun Aserta-málsins en ákvað svo fjórtán mánuðum síðar að falla frá áfrýjuninni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×