Erlent

Dæmdu fjögurra ára dreng í lífstíðarfangelsi fyrir mistök

MYND/AP
Egypski herinn hefur beðist afsökunar á því að hafa dæmt fjögurra ára gamlan dreng til lífstíðarfangelsisvistar á dögunum. Herinn segir að um nafnavíxl hafi verið að ræða því til stóð að dæma annan dreng með svipað nafn.

Sá er raunar ekki nema sextán ára gamall og fékk hann lífstíðardóm fyrir að tengjast morðmáli.

Alls voru 115 manns dæmdir á einu bretti í þessu svokallaða morðmáli en það snýst um að hinir seku hafi tekið þátt í mótmælum á vegum Múslimska bræðralagsins árið 2014 sem urðu síðan að hörðum bardögum þar sem fjórir létust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×