Fórnarlömb styðja FBI gegn Apple Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2016 10:49 FBI segist vilja að Apple opni einungis þennan eina síma, en Apple segir að það myndi ógna öryggi allra. Vísir/EPA Hluti fórnarlamba í skotárásinni í San Bernardino ætla að styðja alríkislögreglu Bandaríkjanna gegn Apple. Þau vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna, Syed Rizwan Farook. Lagabarátta stendur nú yfir þar sem Apple neitar að gera FBI kleift að opna símann og segja það ógna öryggi allra síma fyrirtækisins. Fjórtán manns létu lífið í árásinni og 22 særðust í árás hjóna sem felld voru af lögreglu skömmu seinna. Lögmaður þeirra fórnarlamba sem styðja FBI, vill ekki segja Reuters, hve mörg þeirra hann starfar fyrir. Hann segir skjólstæðinga sína hafa verið skotmörk hryðjuverkamanna og að þau verði að fá að vita hvers vegna og hvernig.Sjá einnig: Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingjaFBI segist vilja að Apple opni einungis þennan eina síma. Apple segir hins vegar að það sé ómögulegt að útbúa leið til að opna einn síma. Geri þeir yfirvöldum kleyft að opna einn, muni aðferðin leka og að það myndi setja „hættulegt“ fordæmi. Yfirvöld notast við 227 ára gömul lög, til að reyna að þvinga Apple til samstarfs. Þegar hefur Apple afhent rafræn gögn úr síma Farook til FBI, en hann hætti að setja gögn úr símanum á netið um einum og hálfum mánuði fyrir árásina. FBI vill komast í þau gögn með því að opna símann. Síminn er læstur með fjögurra stafa lykilorði, en ef vitlaust lykilorð er slegið inn tíu sinnum læsist síminn og gögnin verða óaðgengileg. Tækni Tengdar fréttir Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Hluti fórnarlamba í skotárásinni í San Bernardino ætla að styðja alríkislögreglu Bandaríkjanna gegn Apple. Þau vilja að tæknirisinn opni síma annars árásarmannanna, Syed Rizwan Farook. Lagabarátta stendur nú yfir þar sem Apple neitar að gera FBI kleift að opna símann og segja það ógna öryggi allra síma fyrirtækisins. Fjórtán manns létu lífið í árásinni og 22 særðust í árás hjóna sem felld voru af lögreglu skömmu seinna. Lögmaður þeirra fórnarlamba sem styðja FBI, vill ekki segja Reuters, hve mörg þeirra hann starfar fyrir. Hann segir skjólstæðinga sína hafa verið skotmörk hryðjuverkamanna og að þau verði að fá að vita hvers vegna og hvernig.Sjá einnig: Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingjaFBI segist vilja að Apple opni einungis þennan eina síma. Apple segir hins vegar að það sé ómögulegt að útbúa leið til að opna einn síma. Geri þeir yfirvöldum kleyft að opna einn, muni aðferðin leka og að það myndi setja „hættulegt“ fordæmi. Yfirvöld notast við 227 ára gömul lög, til að reyna að þvinga Apple til samstarfs. Þegar hefur Apple afhent rafræn gögn úr síma Farook til FBI, en hann hætti að setja gögn úr símanum á netið um einum og hálfum mánuði fyrir árásina. FBI vill komast í þau gögn með því að opna símann. Síminn er læstur með fjögurra stafa lykilorði, en ef vitlaust lykilorð er slegið inn tíu sinnum læsist síminn og gögnin verða óaðgengileg.
Tækni Tengdar fréttir Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55 Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tæknirisar styðja við bakið á Apple Facebook, Twitter og Google hafa lýst fyri stuðningin við Apple í baráttu þeirra við Alríkislögreglu Bandaríkjanna. 19. febrúar 2016 10:55
Apple og FBI í hár saman vegna iPhone síma fjöldamorðingja Tim Cook, framkvæmdastjóri Apple, segir að hugsa þurfi málið til enda. Það geti haft alvarlegar afleiðingar. 17. febrúar 2016 12:24