Erlent

Stolið geislavirkt efni fundið

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Geislavirkt efni, sem stolið var úr geymsluhúsnæði í borginni Basra í Írak í nóvember, er fundið. Efnið fannst skammt frá bensínstöð í borginni Zubair, að sögn íröksku lögreglunnar.

Óttast var að efnin hefðu ratað í hendur liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS sem hefðu ætlað að nota þau í sprengju. Ekki er hægt að nota það til þess að búa til kjarnorkusprengju en hins vegar er hægt að blanda því saman við aðrar sprengjur.

Vegfarandi fann efnin en þeim hafði verið fleygt skammt frá bensínstöðinni. Ekki er vitað hvernig þau komust þangað.

Efnið sem um ræðir er iridium-192 og var er notað við mælingar á hvort veikleika sé að finna á olíu- og gasleiðslum. Það var í eigu tyrknesks fyrirtækis sem heitir SGS Turkey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×