Erlent

Morales fær ekki að bjóða fram aftur í Bólivíu

Vísir/AFP
Evo Morales, forseti Bólivíu, virðist hafa tapað í gær þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu sem þýðir að hann getur ekki boðið sig fram að nýju í embættið.

Morales hafði farið fram á breytingar á stjórnarskránni sem hefðu gert hinum kleift að sitja fjögur kjörtímabil, en ekki þrjú eins og lög kveða ú um nú.

Almenningur í landinu var þó ekki allur á því að veita þá heimild og var tillögunni því hafnað með minnsta mun. Raunar er munuruinn svo lítill að stuðningsmenn hans hafa ekki enn játað ósigur enda ekki enn búið að telja upp úr öllum kössum.

Morales, sem er fyrsti forseti landsins sem er af af frumbyggjaættum, var kjörinn í embættið árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×