Hrelliklám gríðarstórt vandamál hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2016 22:00 Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15
Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00
Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00