Erlent

Milljónir fylgdust með almyrkvanum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Milljónir manna í Indónesíu og Kyrrahafinu fylgdust með almyrkva í nótt. Þegar mest var myrkvaði tunglið sólina að fullu svo dagur var sem nótt. Fjölmargir komu sér fyrir á ströndum Indónesíu og fylgdust með á meðan aðrir voru við bænir.

Nánar tiltekið byrjaði sólmyrkvinn klukkan 6:19 í Indónesíu eða 23:19 að íslenskum tíma. Myrkvinn náði hámarki klukkan tvö í nótt, að íslenskum tíma.

Í frétt BBC segir að almyrkvinn hafi verið lengstur á eyjunni Maba, þar sem hann var um þrjár mínútur. Sólmyrkvinn sást þó víða um heim, eða allt frá Alaska til Ástralíu og Kína til Hawaii.





Myndband Nasa af sólmyrkvanum.
Útskýringarmyndband NASA.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×